BREYTA

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla því að til standi að halda þingmannafund NATO hér á landi um komandi helgi. Íslendingar eru herlaus og friðelskandi þjóð, sem ekki á að taka að sér gestgjafahlutverk fyrir slíkar samkomur. Að þessu tilefni vilja SHA minna á eftirfarandi staðreyndir um hlutverk og eðli NATO: • NATO er hernaðarbandalag sem hefur yfir að ráða gríðarlegum hernaðarmætti. NATO hefur ekki útilokað beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. • NATO hefur tekið þátt í árásarstríðum, s.s. á Balkanskaga. Um þessar mundir tekur bandalagið virkan þátt í hernámi Afganistan og hefur með aðgerðum sínum leitt til dauða fjölda saklausra borgara. • Aðildarríki NATO eru ásamt Rússlandi langstærstu vopnaframleiðslulönd í heimi. Með vopnasölu sinni til stríðshrjáðra svæða bera þau ábyrgð á þjáningum fólks um víða veröld, • NATO og einstök NATO-ríki hafa staðið gegn gerð og samþykkt fjölmargra afvopnunarsamninga á liðnum árum og áratugum, þar á meðal á sviði kjarnorkuafvopnunar. • Það er innbyggt í skipulag NATO að Bandaríkjamenn hafi með höndum hernaðarlega stjórn þess. Bandarríkjastjórn hefur ítrekað notað NATO sem verkfæri eftir innrásir sínar, bæði í Afganistan og í Írak, undir yfirskini friðargæslu eða uppbyggingarstarfs. • Ein af röksemdum Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra, gegn tillögum um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum árið 2004 var að það samrýmdist ekki skuldbindingum Íslands gagnvart NATO. • Hinar umdeildu áætlanir Bandaríkjanna um gagneldflaugakerfi eru gerðar með fullu samþykki NATO og eru í raun liður í áætlunum NATO. Þessar áætlanir eru taldar spilla mjög fyrir viðleitni til afvopnunar. • Einstök aðildarríki NATO bera höfuðábyrgð á stríðinu í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda Íraka lífið og hrakið milljónir á flótta. Um leið og Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fundarhöldum þessum, hvetja þau íslensk stjórnvöld til að taka upp sjálfstæða og friðsama utanríkisstefnu. Úrsögn úr NATO er rökrétt fyrsta skref í þá átt.

Færslur

SHA_forsida_top

NATO-ráðstefnu mótmælt

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í …

SHA_forsida_top

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

ÁRÍÐANDI - Nató-kokteillinn verður á Nordica

Eftir mikinn feluleik sem staðið hefur síðasta hálfa sólarhringinn er komið í ljós að móttakan …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

Undirbúningsfundur MFÍK f. 8.mars

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Mótmælum Nató-stjóranum

Mótmælum Nató-stjóranum

Fyrir dyrum stendur ráðstefna á vegum Nató og íslenskra stjórnvalda, sem haldin verður á Hilton …

SHA_forsida_top

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf

SHA_forsida_top

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

Fjárlög 2009: 1,4 milljarður í hernaðarmál

18. desember sl. var hér á Friðarvefnum farið yfir tillögur fjárlagafrumvarpsins fyrir 2009 um útgjöld …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Ályktun frá SHA v. fjöldamorða á Gaza

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma grimmdarverk Ísraelshers á Gaza-svæðinu, sem heimurinn hefur orðið vitni að undanfarna daga. …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Friðarhreyfingin og borgaraleg óhlýðni

Borgaraleg óhlýðni hefur verið talsvert til umræðu upp á síðkastið, ekki hvað síst í tengslum …

SHA_forsida_top

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingunum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16 Kröfur …

SHA_forsida_top

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Við sögðum frá því hér á Friðarvefnum 9. desember að utanríkisráðherrar NATO hefðu samþykkt á …

SHA_forsida_top

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Friðarins fólk! Stórt orð friður Fyrir 40 árum – tæpum – hitti ég Mohamed …