BREYTA

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

ussnormandy Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. júni. Hér er um að ræða bandaríska skipið USS Normandy, sem kemur að Skarfabakka í Sundahöfn kl. 08:15, spænska skipið SPS Patino, sem kemur að Korngarði í Sundahöfn kl. 08:45 og þýska skipið FGS Sachsen, sem kemur að Miðbakka í gömlu höfninni kl. 09:30. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum. Sérstaklega skal bent á USS Normandy, sem sigldi í jómfrúarferð sinni árið 1990 til stríðs í Persaflóa og skaut þar 26 Tomahawk-flaugum. Fimm árum seinna tók skipið þátt í Bosníustríðinu og skaut þar a.m.k. 13 Tomahawk-flaugum. Árið 2001 tók skipið þátt í aðgerðum við innrásina í Afganistan og árið 2005 tók það síðan aftur þátt í aðgerðum á Persaflóa. Sumar heimildir segja að notað sé rýrt úran í eitthvað af þeim skotfærum sem þetta skip ber. Ályktun SHA Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla komu NATO-herskipa til hafnar í Reykjavík. „Kurteisisheimsóknir“ af þessu tagi eru til þess fallnar að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Herskipin, sem nú sækja Íslendinga heim, eru byggð með stríðsrekstur í huga og eiga ljóta sögu að baki. SHA vekja athygli á því að skipið USS Normandy hefur tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á síðustu árum. Í fyrra Íraksstríðinu og í styrjöldinni í Bosníu var Tomahawk-flaugum skotið frá herskipinu á skotmörk á landi. Hugsanlegt er að í sprengjur þess sé notað rýrt úran. Á liðnum árum hefur umfjöllun fjölmiðla um herskipakomur af þessu tagi verið á þeim nótum að í þeim felist fyrst og fremst skemmtileg upplyfting. SHA hvetja íslenska fjölmiðla til að velta fremur upp spurningum um afdrif þess fólks sem orðið hefur fyrir sprengjum þessara vígtóla, og þá einnig þeirri staðreynd að krabbameinstilfellum fjölgar þar sem beitt hefur verið sprengjum með rýrðu úrani. SHA minna einnig á að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í mars 2002 að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu. SHA vænta þess að gengið hafi verið úr skugga um að ekkert þessara skipa beri kjarnorkuvopn og hvetja jafnframt borgarstjórn til að ganga skrefinu lengra og hafna komu stríðstækja af öllu tagi.

Færslur

SHA_forsida_top

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Kl. 13: Háskólabíó. Almennur borgarafundur Kl. 15: Ingólfstorg. Útifundur Írak: Stöðvum stríðið strax! Íran: …

SHA_forsida_top

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

Háskólabíó – laugardaginn 18. mars kl 13:00-14:45 FRUMSÝNING HEIMILDARMYNDAR & UMRÆÐUR Þjóðarhreyfingin – með …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Þriðjudagskvöldið 14. mars mun Dagur Þorleifsson fjalla um þá ólíku trúarhópa og þjóðflokka sem byggja …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sagnfræðingurinn Dagur Þorleifsson fjallar um sögulegan bakgrunn borgarastyrjaldarinnar í Írak.

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Mánudagskvöldið 13. mars verður sýnd heimildarmynd sem nefnist Private Warriors og fjallar um hinn einkavædda …

SHA_forsida_top

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Nú í kvöld, 12. mars, var lögð fram ákæra á hendur dr. Michael Rubin frá …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Samtök herstöðvaandstæðinga standa fyrir fjölbreyttri dagskrá alla þessa viku í tilefni að því að senn …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sýnd verður heimildarmyndin Private Warriors úr Frontline-myndaröð PBS.

SHA_forsida_top

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Stefna, félag vinstri manna, heldur umræðufund um efnið Álver og efnahagslegt sjálfstæði í Lárusarhúsi …

SHA_forsida_top

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Mánudaginn 13. mars mun Bandaríkjamaður nokkur að nafni dr. Michael Rubin halda fyrirlestur á vegum …

SHA_forsida_top

Vinnufundur v. 18. mars

Vinnufundur v. 18. mars

Hópur nema úr framhaldsskólum og Háskólanum funda til að undirbúa mótmælin 18. mars.

SHA_forsida_top

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Nýlega var einhver fréttaflutningur um það að Bandaríkjamenn hygðust draga allt sitt herlið út úr …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

Þróunaraðstoð – í þágu hverra? Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur …

SHA_forsida_top

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

Það verður mikið um að vera í Reykjavík 18. mars þegar þess verður minnst um …