BREYTA

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- og sveitarstjórnarmanna í Rússlandi, sem fluttar hafa verið í fjölmiðlum. Samkvæmt þeim voru rússneskar herþyrlur notaðar til að ferja Gísla Martein Baldursson og félaga milli veiðistaða á Kólaskaga. SHA taka ekki afstöðu til réttmæti þátttöku kjörinna fulltrúa í slíkum ferðum, en fagna að öðru leyti förinni, enda hafa viðkomandi herþyrlur þá ekki nýst til að drepa fólk á meðan, til dæmis í stríði Rússa í Téténíu. Samtök hernaðarandstæðinga hvetja til þess að gengið verði enn lengra í þessa átt og öllum herþyrlum heimsins falin ný verkefni, svo sem í tengslum við menningartengda ferðamennsku eða sportveiðar.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …