BREYTA

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með þáttöku Nató-herja og flugsveita frá Svíþjóð og Finnlandi. Æfingar þessar eru haldnar til hliðar við hinar reglubundnu þotuflugsæfingar sem ganga undir heitinu „loftrýmisgæsla“, þótt enginn sé óvinurinn. Loftrýmisgæslan er haldin í samræmi við tímabundinn samning sem gerður var í kjölfar brottfarar bandaríska hersins frá Keflavíkurflugvelli og var hugsaður til að létta lund þeirra sem ekki gátu hugsað sér tilveruna án þess að heyra öðru hverju þotudrunur. Tímabil samningsins er senn á enda, en illu heilli virðist vilji íslenskra stjórnvalda standa til þess að endurnýja hann. Hvað svo sem skrauthvörfum utanríkisráðuneytisins líður, er loftrýmiseftirlitið ekkert annað en æfingarbúðir fyrir þotuflugmenn Nató-ríkja. Um víða veröld er það vandamál flugherja að tryggja flugmönnum sínum ný æfingaverkefni við framandi aðstæður, helst þar sem æfa má lágflug með tilheyrandi truflun og skarkala. Slíkar æfingar eru hvarvetna illa séðar og eru því oft haldnar í afskekktum byggðum, þar sem engir aðrir verða fyrir truflunum en dýralíf og fáeinir heimamenn. Þannig hafa stór víðerni í Kanada og Norður-Svíþjóð verið lögð undir þessa starfsemi, oftar en ekki á svæðum frumbyggja eða annarra minnihlutahópa sem eiga sér fáa talsmenn. Á Íslandi ber hins vegar svo við að stjórnvöld telja það keppikefli að taka við þessum æfingum sem annars staðar eru litnar hornauga og leggja jafnvel fjármuni til að greiða fyrir þeim. Skiptir þar engu þótt verulegt ónæði hljótist af fyrir íbúa og hætta sé á náttúruspjöllum, líkt og raunin hefur verið við Breiðafjörð á síðustu dögum. Til viðbótar við truflunina eru svo hin siðferðislegu álitamál sem felast í að leggja land og lofthelgi undir æfingar sem miðast að því að þjálfa orrustuflugmenn. Lokatilgangur allra herja er að berjast í stríði og drepa fólk. Samtök hernaðarandstæðinga fordæma herþotubrölt þetta og krefjast þess að Ísland hætti að bjóða sig sem leikvöll undir slíkar æfingar. Þá senda samtökin öllum þeim sem fyrir ónæði verða samúðaróskir.

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …