BREYTA

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með þáttöku Nató-herja og flugsveita frá Svíþjóð og Finnlandi. Æfingar þessar eru haldnar til hliðar við hinar reglubundnu þotuflugsæfingar sem ganga undir heitinu „loftrýmisgæsla“, þótt enginn sé óvinurinn. Loftrýmisgæslan er haldin í samræmi við tímabundinn samning sem gerður var í kjölfar brottfarar bandaríska hersins frá Keflavíkurflugvelli og var hugsaður til að létta lund þeirra sem ekki gátu hugsað sér tilveruna án þess að heyra öðru hverju þotudrunur. Tímabil samningsins er senn á enda, en illu heilli virðist vilji íslenskra stjórnvalda standa til þess að endurnýja hann. Hvað svo sem skrauthvörfum utanríkisráðuneytisins líður, er loftrýmiseftirlitið ekkert annað en æfingarbúðir fyrir þotuflugmenn Nató-ríkja. Um víða veröld er það vandamál flugherja að tryggja flugmönnum sínum ný æfingaverkefni við framandi aðstæður, helst þar sem æfa má lágflug með tilheyrandi truflun og skarkala. Slíkar æfingar eru hvarvetna illa séðar og eru því oft haldnar í afskekktum byggðum, þar sem engir aðrir verða fyrir truflunum en dýralíf og fáeinir heimamenn. Þannig hafa stór víðerni í Kanada og Norður-Svíþjóð verið lögð undir þessa starfsemi, oftar en ekki á svæðum frumbyggja eða annarra minnihlutahópa sem eiga sér fáa talsmenn. Á Íslandi ber hins vegar svo við að stjórnvöld telja það keppikefli að taka við þessum æfingum sem annars staðar eru litnar hornauga og leggja jafnvel fjármuni til að greiða fyrir þeim. Skiptir þar engu þótt verulegt ónæði hljótist af fyrir íbúa og hætta sé á náttúruspjöllum, líkt og raunin hefur verið við Breiðafjörð á síðustu dögum. Til viðbótar við truflunina eru svo hin siðferðislegu álitamál sem felast í að leggja land og lofthelgi undir æfingar sem miðast að því að þjálfa orrustuflugmenn. Lokatilgangur allra herja er að berjast í stríði og drepa fólk. Samtök hernaðarandstæðinga fordæma herþotubrölt þetta og krefjast þess að Ísland hætti að bjóða sig sem leikvöll undir slíkar æfingar. Þá senda samtökin öllum þeim sem fyrir ónæði verða samúðaróskir.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …