BREYTA

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með þáttöku Nató-herja og flugsveita frá Svíþjóð og Finnlandi. Æfingar þessar eru haldnar til hliðar við hinar reglubundnu þotuflugsæfingar sem ganga undir heitinu „loftrýmisgæsla“, þótt enginn sé óvinurinn. Loftrýmisgæslan er haldin í samræmi við tímabundinn samning sem gerður var í kjölfar brottfarar bandaríska hersins frá Keflavíkurflugvelli og var hugsaður til að létta lund þeirra sem ekki gátu hugsað sér tilveruna án þess að heyra öðru hverju þotudrunur. Tímabil samningsins er senn á enda, en illu heilli virðist vilji íslenskra stjórnvalda standa til þess að endurnýja hann. Hvað svo sem skrauthvörfum utanríkisráðuneytisins líður, er loftrýmiseftirlitið ekkert annað en æfingarbúðir fyrir þotuflugmenn Nató-ríkja. Um víða veröld er það vandamál flugherja að tryggja flugmönnum sínum ný æfingaverkefni við framandi aðstæður, helst þar sem æfa má lágflug með tilheyrandi truflun og skarkala. Slíkar æfingar eru hvarvetna illa séðar og eru því oft haldnar í afskekktum byggðum, þar sem engir aðrir verða fyrir truflunum en dýralíf og fáeinir heimamenn. Þannig hafa stór víðerni í Kanada og Norður-Svíþjóð verið lögð undir þessa starfsemi, oftar en ekki á svæðum frumbyggja eða annarra minnihlutahópa sem eiga sér fáa talsmenn. Á Íslandi ber hins vegar svo við að stjórnvöld telja það keppikefli að taka við þessum æfingum sem annars staðar eru litnar hornauga og leggja jafnvel fjármuni til að greiða fyrir þeim. Skiptir þar engu þótt verulegt ónæði hljótist af fyrir íbúa og hætta sé á náttúruspjöllum, líkt og raunin hefur verið við Breiðafjörð á síðustu dögum. Til viðbótar við truflunina eru svo hin siðferðislegu álitamál sem felast í að leggja land og lofthelgi undir æfingar sem miðast að því að þjálfa orrustuflugmenn. Lokatilgangur allra herja er að berjast í stríði og drepa fólk. Samtök hernaðarandstæðinga fordæma herþotubrölt þetta og krefjast þess að Ísland hætti að bjóða sig sem leikvöll undir slíkar æfingar. Þá senda samtökin öllum þeim sem fyrir ónæði verða samúðaróskir.

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …