BREYTA

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu ári yfirgefi vestrænir hermenn Afganistan eftir þrettán ára dvöl. Í fyrstu átti stríð Bandaríkjamanna og bandalagsþjóða þeirra í þessu fátæka landi að taka skjótt af og ljúka með frægum sigri. Veruleikinn blasir nú við. Eftir öll þessi ár, með tilheyrandi útgjöldum og hörmungum fyrir íbúa landsins, er vart hægt að kalla útkomu Nató-ríkja annað en fullkominn ósigur. Hernaður Nató-þjóða í Afganistan felur í sér siðferðislegt gjaldþrot. Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar hafa verið þverbrotnir og grundvallarlögum á borð við Genfarsáttmálann varpað fyrir róða. Vélmennahernaður svokallaðra dróna hefur kostað ótal mannslíf og enn í dag má finna fanga í Guantanamo-búðunum sem þar hafa mátt dúsa án dóms og laga svo árum skipti. Framferði Nató í Afganistan helst í hendur við sívaxandi árásareðli þess á liðnum árum. Bandalagið keppist við að leita sér nýrra verkefna til að réttlæta tilveru sína og hefur í því skyni drepið niður fæti í fjarlægum löndum. Færa má rök fyrir því að Nató sé í dag ein helst ógnin við frið og öryggi í veröldinni. Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga áréttar að löngu tímabært sé að Ísland segi skilið við bandalag þetta.

Færslur

SHA_forsida_top

Fótbolti í friðarhúsi

Fótbolti í friðarhúsi

HM í knattspyrnu stendur nú sem hæst. Ákveðið hefur verið að allir leikir keppninnar frá …

SHA_forsida_top

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á …

SHA_forsida_top

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagskráin á 1.maí

Dagskráin á 1.maí

Fyrsti maí er alltaf stór dagur hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður haldið …

SHA_forsida_top

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Fregnir frá hernumdu svæðunum - rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1.maí.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA_forsida_top

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA, 1.maí.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjallar um líf og reynslu flóttamanna út frá ljósmyndasýningunni heima - heiman …

SHA_forsida_top

Athyglisverð könnun

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

SHA_forsida_top

Ólýsanleg grimmd

Ólýsanleg grimmd

Upptakan af drápum bandaríska hersins á íröskum borgurum sem birt var um helgina á uppljóstraravefnum …

SHA_forsida_top

Þétt dagskrá framundan

Þétt dagskrá framundan

Það er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með …