BREYTA

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu ári yfirgefi vestrænir hermenn Afganistan eftir þrettán ára dvöl. Í fyrstu átti stríð Bandaríkjamanna og bandalagsþjóða þeirra í þessu fátæka landi að taka skjótt af og ljúka með frægum sigri. Veruleikinn blasir nú við. Eftir öll þessi ár, með tilheyrandi útgjöldum og hörmungum fyrir íbúa landsins, er vart hægt að kalla útkomu Nató-ríkja annað en fullkominn ósigur. Hernaður Nató-þjóða í Afganistan felur í sér siðferðislegt gjaldþrot. Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar hafa verið þverbrotnir og grundvallarlögum á borð við Genfarsáttmálann varpað fyrir róða. Vélmennahernaður svokallaðra dróna hefur kostað ótal mannslíf og enn í dag má finna fanga í Guantanamo-búðunum sem þar hafa mátt dúsa án dóms og laga svo árum skipti. Framferði Nató í Afganistan helst í hendur við sívaxandi árásareðli þess á liðnum árum. Bandalagið keppist við að leita sér nýrra verkefna til að réttlæta tilveru sína og hefur í því skyni drepið niður fæti í fjarlægum löndum. Færa má rök fyrir því að Nató sé í dag ein helst ógnin við frið og öryggi í veröldinni. Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga áréttar að löngu tímabært sé að Ísland segi skilið við bandalag þetta.

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …