BREYTA

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu ári yfirgefi vestrænir hermenn Afganistan eftir þrettán ára dvöl. Í fyrstu átti stríð Bandaríkjamanna og bandalagsþjóða þeirra í þessu fátæka landi að taka skjótt af og ljúka með frægum sigri. Veruleikinn blasir nú við. Eftir öll þessi ár, með tilheyrandi útgjöldum og hörmungum fyrir íbúa landsins, er vart hægt að kalla útkomu Nató-ríkja annað en fullkominn ósigur. Hernaður Nató-þjóða í Afganistan felur í sér siðferðislegt gjaldþrot. Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar hafa verið þverbrotnir og grundvallarlögum á borð við Genfarsáttmálann varpað fyrir róða. Vélmennahernaður svokallaðra dróna hefur kostað ótal mannslíf og enn í dag má finna fanga í Guantanamo-búðunum sem þar hafa mátt dúsa án dóms og laga svo árum skipti. Framferði Nató í Afganistan helst í hendur við sívaxandi árásareðli þess á liðnum árum. Bandalagið keppist við að leita sér nýrra verkefna til að réttlæta tilveru sína og hefur í því skyni drepið niður fæti í fjarlægum löndum. Færa má rök fyrir því að Nató sé í dag ein helst ógnin við frið og öryggi í veröldinni. Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga áréttar að löngu tímabært sé að Ísland segi skilið við bandalag þetta.

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …