BREYTA

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu ári yfirgefi vestrænir hermenn Afganistan eftir þrettán ára dvöl. Í fyrstu átti stríð Bandaríkjamanna og bandalagsþjóða þeirra í þessu fátæka landi að taka skjótt af og ljúka með frægum sigri. Veruleikinn blasir nú við. Eftir öll þessi ár, með tilheyrandi útgjöldum og hörmungum fyrir íbúa landsins, er vart hægt að kalla útkomu Nató-ríkja annað en fullkominn ósigur. Hernaður Nató-þjóða í Afganistan felur í sér siðferðislegt gjaldþrot. Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar hafa verið þverbrotnir og grundvallarlögum á borð við Genfarsáttmálann varpað fyrir róða. Vélmennahernaður svokallaðra dróna hefur kostað ótal mannslíf og enn í dag má finna fanga í Guantanamo-búðunum sem þar hafa mátt dúsa án dóms og laga svo árum skipti. Framferði Nató í Afganistan helst í hendur við sívaxandi árásareðli þess á liðnum árum. Bandalagið keppist við að leita sér nýrra verkefna til að réttlæta tilveru sína og hefur í því skyni drepið niður fæti í fjarlægum löndum. Færa má rök fyrir því að Nató sé í dag ein helst ógnin við frið og öryggi í veröldinni. Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga áréttar að löngu tímabært sé að Ísland segi skilið við bandalag þetta.

Færslur

SHA_forsida_top

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal rifjar upp ýmsa þætti úr sögu bandarísku hersetunnar og herstöðvarinnar á Miðnesheiði. …

SHA_forsida_top

Dagskrá næstu daga

Dagskrá næstu daga

Það er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna. Föstudagskvöldið 29. september …

SHA_forsida_top

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart …

SHA_forsida_top

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Frá Hafnarfjarðarkirkju Dr. Rodney Petersen forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar í Boston, Boston theological Institute og dr. Raymond …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO og Ísrael

NATO og Ísrael

Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru …

SHA_forsida_top

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, …

SHA_forsida_top

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Eftirfarandi hugmynd var birt á vefsíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 8. september síðastliðinn: Hugmynd um …

SHA_forsida_top

Snautleg brottför

Snautleg brottför

Á vefritinu Múrnum 11. september fjallaði Ármann Jakobsson um snautlega brottför bandaríska hersins og tilgangsleysi …

SHA_forsida_top

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. …

SHA_forsida_top

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í dag, 11. september: Fréttablaðið, 11. …

SHA_forsida_top

NATO: hernámslið í Afganistan

NATO: hernámslið í Afganistan

Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn …

SHA_forsida_top

Við hvað erum við hrædd?

Við hvað erum við hrædd?

eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 3. september 2006 Þú og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.