BREYTA

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi haldinn 17.11.07 leggur áherslu á að Íslandi marki sér sjálfstæða utanríkisstefnu og því aðeins eigi landið erindi inn í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna að það notfæri sér möguleika sína til frumkvæðis í friðar- og afvopnunarmálum. Möguleikar okkar hvíla á sögulegum, menningarlegum og landfræðilegum grunni. Fundurinn lýsir fullum stuðningi við lýðræðislegt samstarf allra ríkja, sem liggja að Norður-Íshafi á þeim grunni, sem Norðurlandaráð er að móta. Fundurinn hafnar því að hægt sé að tryggja heimsfrið með hervaldi og hótunum og bendir á að fjárráðstöfun í Íraksstríðið, sem ekki sér fyrir endann á og háð er með samþykki fyrrum ríkisstjórnar Íslands, er margfalt meiri en öll aðstoð sömu þjóða til þróunaraðstoðar. Fundurinn telur einu raunhæfu leiðina til að sporna gegn útbreiðslu gereyðingarvopna að allar þjóðir, sem yfir þeim ráða geri heiminum (Sameinuðu Þjóðunum) grein fyrir sínum birgðum og leggi fram áætlun um eyðingu þeirra undir gagnkvæmu eftirliti. Fundurinn harmar að núverandi utanríkisráðherra Íslands skuli hafa gert þjóðinni þá smán að semja um aukin hernaðarumsvif á Íslandi frá mörgum grannríkjum okkar þegar létt hafði verið af landinu óværu bandarísks hers. Þeim fjármunum sem verja á í tilgangslausar og varasamar hernaðaræfingar hér á landi væri betur varið í að efla borgaralega björgunarstarfsemi, almannavarnir, styrkja björgunarsveitir, efla varnir gegn mögulegum mengunarslysum á hafinu og þar fram eftir götunum. Með uppsögn herverndarsamningsins svokallaða og úrsögn úr NATÓ jukust stórlega möguleikar Íslands til forystu í friðarmálum á heimsvísu. Loks krefst fundurinn þess að liðsafli Íslendinga verði kallaður heim frá Afganistan og þátttaka Íslands í friðargæsluverkefnum verði endur skipulögð og byggi eftirleiðis alfarið á borgaralegum grunni án nokkurra tengsla við hernaðarstarfsemi.

Færslur

SHA_forsida_top

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Hvert er verkefni NATO-fundarins í Osló?

Eftir Erling Folkvord borgarfulltrúa Rauða kosningabandalagsins í Osló Aths. þýðanda: Eftirfarandi grein birtist …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Í kvöld verður límt á Dagfara og hann svo sendur/borinn út til félagsmanna í SHA. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld. Að þessu sinni verður matreiðslan í höndum …

SHA_forsida_top

Eru menn gengnir af göflunum?

Eru menn gengnir af göflunum?

Fregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita …

SHA_forsida_top

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Áhugaverð sýning í Kvikmyndasafni Íslands

Rétt er að vekja athygli hernaðarandstæðinga á myndasýningu á vegum Kvikmyndasafns þriðjudaginn 24. apríl kl. …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundi Friðarhúss lokið

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn í dag, laugardag. 210 einstaklingar eiga nú hlut í …

SHA_forsida_top

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Friðarhús um helgina: aðalfundur og fyrirlestur

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, …

SHA_forsida_top

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. Jón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhýsi

SHA_forsida_top

Á fjölunum

Á fjölunum

Friðarvefurinn hefur verið beðinn um að vekja athygli á áhugaverðri leiksýningu í Þjóðleikhúsinu sem átt …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórnarfundur Friðarhúss ehf

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Bókabúð Slagsíðunnar

Bókabúð Slagsíðunnar

Friðarvefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á bókabúð Slagsíðunnar, sem var opnuð nýlega. Í Bókabúð …