BREYTA

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi haldinn 17.11.07 leggur áherslu á að Íslandi marki sér sjálfstæða utanríkisstefnu og því aðeins eigi landið erindi inn í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna að það notfæri sér möguleika sína til frumkvæðis í friðar- og afvopnunarmálum. Möguleikar okkar hvíla á sögulegum, menningarlegum og landfræðilegum grunni. Fundurinn lýsir fullum stuðningi við lýðræðislegt samstarf allra ríkja, sem liggja að Norður-Íshafi á þeim grunni, sem Norðurlandaráð er að móta. Fundurinn hafnar því að hægt sé að tryggja heimsfrið með hervaldi og hótunum og bendir á að fjárráðstöfun í Íraksstríðið, sem ekki sér fyrir endann á og háð er með samþykki fyrrum ríkisstjórnar Íslands, er margfalt meiri en öll aðstoð sömu þjóða til þróunaraðstoðar. Fundurinn telur einu raunhæfu leiðina til að sporna gegn útbreiðslu gereyðingarvopna að allar þjóðir, sem yfir þeim ráða geri heiminum (Sameinuðu Þjóðunum) grein fyrir sínum birgðum og leggi fram áætlun um eyðingu þeirra undir gagnkvæmu eftirliti. Fundurinn harmar að núverandi utanríkisráðherra Íslands skuli hafa gert þjóðinni þá smán að semja um aukin hernaðarumsvif á Íslandi frá mörgum grannríkjum okkar þegar létt hafði verið af landinu óværu bandarísks hers. Þeim fjármunum sem verja á í tilgangslausar og varasamar hernaðaræfingar hér á landi væri betur varið í að efla borgaralega björgunarstarfsemi, almannavarnir, styrkja björgunarsveitir, efla varnir gegn mögulegum mengunarslysum á hafinu og þar fram eftir götunum. Með uppsögn herverndarsamningsins svokallaða og úrsögn úr NATÓ jukust stórlega möguleikar Íslands til forystu í friðarmálum á heimsvísu. Loks krefst fundurinn þess að liðsafli Íslendinga verði kallaður heim frá Afganistan og þátttaka Íslands í friðargæsluverkefnum verði endur skipulögð og byggi eftirleiðis alfarið á borgaralegum grunni án nokkurra tengsla við hernaðarstarfsemi.

Færslur

SHA_forsida_top

Det Danske Fredsakademi

Det Danske Fredsakademi

Það er full ástæða til að vekja athygli á danska vefnum Det Danske Fredsakademi. …

SHA_forsida_top

Íslenska friðargæslan?

Íslenska friðargæslan?

Sjá myndbandið The Icelandic Crisis Response Unit

SHA_forsida_top

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Í Blaðinu hefur undanfarna daga verið fjallað um mengun af völdum hersins á Suðurnesjum. Margir …

SHA_forsida_top

Hvers vegna?

Hvers vegna?

Í þessari grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2006, hrekur Vigfús Geirdal staðhæfingar …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

eftir Þórarin Hjartarson Vér herstöðvaandstæðingar verðum að ræða grundvöll starfs SHA í breyttu landi …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Dagskrá á vegum SHA í Friðarhúsi í tilefni Menningarnætur. Húsið verður opnað kl. 15 og …

SHA_forsida_top

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Næstkomandi laugardag verður efnt til menningarnætur í Reykjavík. Að því tilefni verður staðið fyrir margvíslegri …

SHA_forsida_top

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

STOP THE WAR COALITION - NEWSLETTER No. 2006/34 15 August 2006 Ef ályktun Öryggisráðs …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fundur VIMA

Fundur VIMA

Fundur VIMA í Friðahúsi

SHA_forsida_top

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Stöndum frekar saman - fordómalaus!

SHA_forsida_top

http://fridur.is/libanon/

http://fridur.is/libanon/

Við höfum tekið saman lista yfir efni tengt átökunum í Líbanon sem hefur birst á …

SHA_forsida_top

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Ræða Ragnars Stefánssonar við kertafleytingu á Akureyri, 9. ágúst, 2006 Þessi grimmdarlega árás endurspeglaði …

SHA_forsida_top

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar fóru fram í gærkvöldi, 9. ágúst, í Reykjavík og á Akureyri í minningu fórnarlamba …

SHA_forsida_top

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt …