BREYTA

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur haft í för með sér. Í þessum flota eru kjarnorkuknúin skip og skip sem vitað er að geta borið kjarnorkuvopn. Öllum má vera ljóst hvaða skaða slys á þessu svæði gæti haft í för með sér. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa um árabil vakið athygli á þeirri hættu sem fylgir umferð með kjarnorkuvopn á miðunum umhverfis Ísland. Þótt umræðan um kjarnorkuvopn sé ekki eins fyrirferðarmikil nú og þegar kalda stríðið stóð sem hæst, hefur vopnum þessum ekki fækkað og lítið dregið úr flutningum þeirra í skipum og kafbátum. Á síðustu árum hefur það einnig margsinnis gerst að íslensk stjórnvöld bjóði til heræfinga við landið skipum sem ástæða er til að ætla að innihaldi kjarnorkuvopn. Íslenskir friðarsinnar hafa um árabil krafist þess að Ísland og íslensk lögsaga verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Þessu hafa stjórnvöld hafnað og bera því við að slík samþykkt jafngildi úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu. Í því ljósi ber að skilja þögn ríkisstjórnarinnar gagnvart rússneska herskipaflotanum. Samtök herstöðvaandstæðinga vekja jafnframt athygli á því að þorri íslenskra sveitarfélaga hefur á síðustu misserum samþykkt yfirlýsingu þess efnis að umferð kjarnorkuvopna sé þar óheimil. Óskandi væri að Alþingi færi að fordæmi þeirra. SHA

Færslur

SHA_forsida_top

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Málsverður & játningar Moggablaðamanns

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 27. febrúar eins og áður hefur verið kynnt. Sérstakur …

SHA_forsida_top

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Fróðlegur fundur um utanríkismálin

Félagsfundur SHA með Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, mánudagskvöldið 23. febrúar , var afar fróðlegur. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. febrúar n.k. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Félagsfundur SHA: Afvopnun eða vígvæðing – hvað er á seyði í öryggismálum Íslendinga?

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins félagsfundar mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 89. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Ályktun SHA vegna kjarnorkukafbáta

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á fregnum sem borist hafa af árekstri tveggja kjarnorkukafbáta á Atlantshafi. …

SHA_forsida_top

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

Fundur útgáfuhóps SHA

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

Undirbúningsfundur fyrir 8.mars

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Alþjóðlega samfélagsvettvangnum lokið Belém í Brasilíu

Í dag, 1. febrúar, lauk í bænum Belém do Pará í norðanverðri Brasilíu níunda alþjóðlega …

SHA_forsida_top

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Föstudagsmálsverður & fimmtudagsmótmæli

Útlit er fyrir að Ísland sé að fá nýja ríkisstjórn. Því munu væntanlega ýmsir félagsmenn …