BREYTA

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur haft í för með sér. Í þessum flota eru kjarnorkuknúin skip og skip sem vitað er að geta borið kjarnorkuvopn. Öllum má vera ljóst hvaða skaða slys á þessu svæði gæti haft í för með sér. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa um árabil vakið athygli á þeirri hættu sem fylgir umferð með kjarnorkuvopn á miðunum umhverfis Ísland. Þótt umræðan um kjarnorkuvopn sé ekki eins fyrirferðarmikil nú og þegar kalda stríðið stóð sem hæst, hefur vopnum þessum ekki fækkað og lítið dregið úr flutningum þeirra í skipum og kafbátum. Á síðustu árum hefur það einnig margsinnis gerst að íslensk stjórnvöld bjóði til heræfinga við landið skipum sem ástæða er til að ætla að innihaldi kjarnorkuvopn. Íslenskir friðarsinnar hafa um árabil krafist þess að Ísland og íslensk lögsaga verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Þessu hafa stjórnvöld hafnað og bera því við að slík samþykkt jafngildi úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu. Í því ljósi ber að skilja þögn ríkisstjórnarinnar gagnvart rússneska herskipaflotanum. Samtök herstöðvaandstæðinga vekja jafnframt athygli á því að þorri íslenskra sveitarfélaga hefur á síðustu misserum samþykkt yfirlýsingu þess efnis að umferð kjarnorkuvopna sé þar óheimil. Óskandi væri að Alþingi færi að fordæmi þeirra. SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Í 2. grein hinna nýju varnarmálalaga segir að meðal markmiða laganna sé „að greina á …

SHA_forsida_top

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 21. maí kl. 19.00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (á horni …

SHA_forsida_top

Brunaútköllum sinnt vikulega

Brunaútköllum sinnt vikulega

Eftirfarandi grein eftir Stefán Pálsson formann SHA birtist í 24 stundum 9. maí. Ritstjóri 24 …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópurinn fundar.

SHA_forsida_top

Til hvers er Nató?

Til hvers er Nató?

Eftirfarandi grein Árna Björnssonar birtist í Morgunblaðinu 6. maí. Undarlegt dekur íslenskra stjórnvalda við herbandalagið …

SHA_forsida_top

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Eins og fram hefur komið hefur formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, sótt um stöðu forstjóra …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA.

SHA_forsida_top

Hver er óvinurinn?

Hver er óvinurinn?

Nú eru þær komnar, orrustuþoturnar frönsku. Frá komu þeirra er sagt svo á mbl.is (5.5.2008, …

SHA_forsida_top

Tilkynning frá formanni SHA

Tilkynning frá formanni SHA

Reykjavík, 2. maí 2008 Um allnokkurt skeið hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá …

SHA_forsida_top

1. maí-kaffi SHA 2008

1. maí-kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Háskólinn setur enn niður

Háskólinn setur enn niður

Undir fyrirsögninni Háskólinn setur niður var fjallað um það hér á Friðarvefnum síðastliðinn sunnudag hvernig …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2008

1. maí kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Fundur í sögunefnd SHA

SHA_forsida_top

Háskólinn setur niður

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um …