BREYTA

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur haft í för með sér. Í þessum flota eru kjarnorkuknúin skip og skip sem vitað er að geta borið kjarnorkuvopn. Öllum má vera ljóst hvaða skaða slys á þessu svæði gæti haft í för með sér. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa um árabil vakið athygli á þeirri hættu sem fylgir umferð með kjarnorkuvopn á miðunum umhverfis Ísland. Þótt umræðan um kjarnorkuvopn sé ekki eins fyrirferðarmikil nú og þegar kalda stríðið stóð sem hæst, hefur vopnum þessum ekki fækkað og lítið dregið úr flutningum þeirra í skipum og kafbátum. Á síðustu árum hefur það einnig margsinnis gerst að íslensk stjórnvöld bjóði til heræfinga við landið skipum sem ástæða er til að ætla að innihaldi kjarnorkuvopn. Íslenskir friðarsinnar hafa um árabil krafist þess að Ísland og íslensk lögsaga verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Þessu hafa stjórnvöld hafnað og bera því við að slík samþykkt jafngildi úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu. Í því ljósi ber að skilja þögn ríkisstjórnarinnar gagnvart rússneska herskipaflotanum. Samtök herstöðvaandstæðinga vekja jafnframt athygli á því að þorri íslenskra sveitarfélaga hefur á síðustu misserum samþykkt yfirlýsingu þess efnis að umferð kjarnorkuvopna sé þar óheimil. Óskandi væri að Alþingi færi að fordæmi þeirra. SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Friðarhús er frátekið þennan dag v. vís.ferðar háskólanema.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK verður haldinn þann 30. janúar kl. 19:00 í Friðarhúsinu (á horni Snorrabrautar og …

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni í dag.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn (World Social Forum) er að þessu sinni ekki stór samkoma á …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Í tólfta sinn var farin friðarganga á Þorláksmessu á Ísafirði. Þátttakendum hefur fjölgað ár frá …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Blysför gegn stríði var farin í sjöunda sinn í röð á Akureyri á Þorláksmessu kl. …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Því miður hafa vonir um heim án styrjalda og stríðsæsinga, án vígtóla og gegndarlausra hernaðarútgjalda, …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Hér gefur að líta ávarp Höllu Gunnarsdóttur blaðamanns, sem flutt var á Ingólfstorgi í lok …

SHA_forsida_top

Stóri sannleikur varnarmálanna

Stóri sannleikur varnarmálanna

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 20. desember, en var send …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Samstarfshópur Friðarhreyfinga efnir til friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Íslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur …