BREYTA

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur haft í för með sér. Í þessum flota eru kjarnorkuknúin skip og skip sem vitað er að geta borið kjarnorkuvopn. Öllum má vera ljóst hvaða skaða slys á þessu svæði gæti haft í för með sér. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa um árabil vakið athygli á þeirri hættu sem fylgir umferð með kjarnorkuvopn á miðunum umhverfis Ísland. Þótt umræðan um kjarnorkuvopn sé ekki eins fyrirferðarmikil nú og þegar kalda stríðið stóð sem hæst, hefur vopnum þessum ekki fækkað og lítið dregið úr flutningum þeirra í skipum og kafbátum. Á síðustu árum hefur það einnig margsinnis gerst að íslensk stjórnvöld bjóði til heræfinga við landið skipum sem ástæða er til að ætla að innihaldi kjarnorkuvopn. Íslenskir friðarsinnar hafa um árabil krafist þess að Ísland og íslensk lögsaga verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Þessu hafa stjórnvöld hafnað og bera því við að slík samþykkt jafngildi úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu. Í því ljósi ber að skilja þögn ríkisstjórnarinnar gagnvart rússneska herskipaflotanum. Samtök herstöðvaandstæðinga vekja jafnframt athygli á því að þorri íslenskra sveitarfélaga hefur á síðustu misserum samþykkt yfirlýsingu þess efnis að umferð kjarnorkuvopna sé þar óheimil. Óskandi væri að Alþingi færi að fordæmi þeirra. SHA

Færslur

SHA_forsida_top

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Reykjanesbær hyggst ekki komast yfir kjarnorkuvopn

Eftirfarandi frétt birtist í Víkurfréttum 11. jan. 2006, sjá: http://vf.is/frettir/numer/29830/default.aspx „Íbúar Reykjanesbæjar geta sofið …

SHA_forsida_top

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Útúrsnúningar bæjarfulltrúans

Á vef Víkurfrétta, fimmtudaginn 11. janúar sl., mátti lesa frásögn af umræðum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar …

SHA_forsida_top

Leynist í þér rótari?

Leynist í þér rótari?

Samtök hernaðarandstæðinga hafa á síðustu misserum komið sér upp góðu hljóðkerfi fyrir fundi af ýmsu …

SHA_forsida_top

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

Fimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. 8. mars

Undirbúningsfundur f. 8. mars

MFÍK heldur undirbúningsfund í Friðarhúsi fyrir 8. mars.

SHA_forsida_top

HM, Ísland:Ástralía

HM, Ísland:Ástralía

Sýnt verður beint frá leikjum Íslands á HM í handbolta í Friðarhúsi. Ísland og Ástralía …

SHA_forsida_top

Frá miðnefnd SHA

Frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga kom saman til fundar s.l. fimmtudag. Rétt er að minna á að …

SHA_forsida_top

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Hljóðkerfisnámskeið SHA

Samtök hernaðarandstæðinga eiga öflugt hljóðkerfi fyrir fundi og samkomur. Nú gefst félagsmönnum tækifæri til að …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til einkaaðila.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Friðarmiðstöð á Suðurnesjum

Eftirfarandi grein eftir Þórarinn Eyfjörð birtist í Morgunblaðinu 27. desember 2006. Hún er birt …

SHA_forsida_top

Friðarávarp frá Ísafirði

Friðarávarp frá Ísafirði

Við lok friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu flutti Eiríkur Örn Norðdahl skáld og blaðamaður ávarp: …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur SHA í Ísafold

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn í lok nóvember. Erla Hlynsdóttir, blaðakona á tímaritinu Ísafold, sat …

SHA_forsida_top

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Ávarp við lok friðargöngu á Þorláksmessu

Falasteen Abu Libdeh flutti ávarp á Lækjartorgi við lok friðargöngunnar á Þorláksmessu. Það birtist hér …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Undirbúningsfundur Indymedia.is

Fundur á vegum undirbúningshóps Indymedia.is