BREYTA

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Samtök hernaðarandstæðinga fagna því að hernaður Nató-ríkja í Afganistan hafi verið afhúpaður með þeim hætti sem raun ber vitni. Gögn þau sem vefsíðan Wikileaks hefur nú birt um stríðið í Afganistan, leiða glögglega í ljós eðli stríðsrekstrarins þar og þá hyldýpisgjá sem er á milli hins raunverulega gangs stríðsins og þeirrar glansmyndar sem reynt hefur verið að draga upp af því á Vesturlöndum. Upplýsingar þessar staðfesta þó einungis það sem andstæðingar stríðsins og hin alþjóðlega friðarhreyfing hafa haldið fram frá upphafi. Í öllum meginatriðum hefur gangur stríðsins í Afganistan orðið með sama hætti og varað var við áður en innrásin hófst. Á sama tíma hafa allar spásagnir stuðningsmanna innrásarinnar farið rækilega út um þúfur. Stríðið í Afganistan er stærsta aðgerð í sögu hernaðarbandalagsins Nató. Hafi þurft frekari vitnanna við eftir stríðsrekstur í Júgóslavíu, kjarnorkuvopnastefnu og vígvæðingu liðinna áratuga, hefur Afganistanstríðið endanlega leitt í ljós hið herskáa og heimsvaldasinnaða eðli bandalagsins. Þótt Bandaríkin beri hitann og þungann af stríðsrekstinum, hvílir ábyrgðin á öllum drápunum og eyðileggingunni á herðum Nató. Með aðildinni að hernaðarbandalaginu og beinum og óbeinum stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðið, eru hendur okkar litaðar blóði. Samtök hernaðarandstæðinga árétta því kröfu sína um að Ísland gangi úr Nató, að allar Nató-hersveitir yfirgefi Afganistan og að bætt verði, eftir því sem unnt er, fyrir þann skaða sem hermenn bandalagsins hafa unnið í landinu. Þá er brýnt að Íslendingar dragi þegar til baka allan stuðning sinn við stíðið og biðjist afsökunar á þætti sínum í því. Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að þeir einstaklingar sem gerðu það að verkum að upplýsingar þessar komust fyrir almenningssjónir þurfi ekki að gjalda þess.

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Þrjátíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn. Að því tilefni hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga …

SHA_forsida_top

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

 Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga: Miðausturlandastríðið sem staðið hefur sleitulítið frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða …

SHA_forsida_top

Innrásin í Sýrland

Innrásin í Sýrland

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um málefni Sýrlands. Aðsendar …

SHA_forsida_top

SHA og þjóðaröryggisstefnan

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna …

SHA_forsida_top

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Á dögunum var óskað eftir því að Samtök hernaðarandstæðinga veittu umsögn sína um frumvarp varðandi …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðvikudagskvöldið 29. apríl kl. 20 kemur miðnefnd SHA saman til reglulegs fundar í Friðarhúsi. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2015

1. maí kaffi SHA 2015

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Aprílmálsverður Friðarhúss, föstudaginn 24. nk., verður glæsilegur að vanda. Skagamaðurinn og pottahvíslarinn Geir Guðjónsson sér …

SHA_forsida_top

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Jón Karl Stefánsson, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa grein um upplýsingar úr Wikileaks um …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla harðlega að Ísland hafi ákveðið að ganga til samstarfs við Norðurlöndin um …

SHA_forsida_top

Ályktun um stríð í Jemen

Ályktun um stríð í Jemen

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á opnum miðnefndarfundi SHA 31. mars 2015. Samtök hernaðarandstæðinga fordæma …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar SHA verður haldinn í Friðarhúsi þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 20. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður Friðarhúss

Marsmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK munu sjá um matseldina í næsta fjáröflunarmálsverði Friðarhúss föstudaginn 27. mars n.k. …

SHA_forsida_top

Nýr formaður SHA

Nýr formaður SHA

Þau tíðindi urðu á landsfundi SHA í Friðarhúsi þann 18. mars sl. að nýr formaður …