BREYTA

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Samtök hernaðarandstæðinga fagna því að hernaður Nató-ríkja í Afganistan hafi verið afhúpaður með þeim hætti sem raun ber vitni. Gögn þau sem vefsíðan Wikileaks hefur nú birt um stríðið í Afganistan, leiða glögglega í ljós eðli stríðsrekstrarins þar og þá hyldýpisgjá sem er á milli hins raunverulega gangs stríðsins og þeirrar glansmyndar sem reynt hefur verið að draga upp af því á Vesturlöndum. Upplýsingar þessar staðfesta þó einungis það sem andstæðingar stríðsins og hin alþjóðlega friðarhreyfing hafa haldið fram frá upphafi. Í öllum meginatriðum hefur gangur stríðsins í Afganistan orðið með sama hætti og varað var við áður en innrásin hófst. Á sama tíma hafa allar spásagnir stuðningsmanna innrásarinnar farið rækilega út um þúfur. Stríðið í Afganistan er stærsta aðgerð í sögu hernaðarbandalagsins Nató. Hafi þurft frekari vitnanna við eftir stríðsrekstur í Júgóslavíu, kjarnorkuvopnastefnu og vígvæðingu liðinna áratuga, hefur Afganistanstríðið endanlega leitt í ljós hið herskáa og heimsvaldasinnaða eðli bandalagsins. Þótt Bandaríkin beri hitann og þungann af stríðsrekstinum, hvílir ábyrgðin á öllum drápunum og eyðileggingunni á herðum Nató. Með aðildinni að hernaðarbandalaginu og beinum og óbeinum stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðið, eru hendur okkar litaðar blóði. Samtök hernaðarandstæðinga árétta því kröfu sína um að Ísland gangi úr Nató, að allar Nató-hersveitir yfirgefi Afganistan og að bætt verði, eftir því sem unnt er, fyrir þann skaða sem hermenn bandalagsins hafa unnið í landinu. Þá er brýnt að Íslendingar dragi þegar til baka allan stuðning sinn við stíðið og biðjist afsökunar á þætti sínum í því. Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að þeir einstaklingar sem gerðu það að verkum að upplýsingar þessar komust fyrir almenningssjónir þurfi ekki að gjalda þess.

Færslur

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA_forsida_top

Opið hús á Menningarnótt

Opið hús á Menningarnótt

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Nagasaki

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Hiroshima

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

Vinstri stjórnin og NATO

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

SHA_forsida_top

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

SHA_forsida_top

Mótmæli sem hitta í mark

Mótmæli sem hitta í mark

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

SHA_forsida_top

Herinn, skólarnir og siðleysið

Herinn, skólarnir og siðleysið

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

SHA_forsida_top

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

SHA_forsida_top

Norski herinn og karlablöðin

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

SHA_forsida_top

Stríðsfréttir

Stríðsfréttir

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …