BREYTA

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Samtök hernaðarandstæðinga fagna því að hernaður Nató-ríkja í Afganistan hafi verið afhúpaður með þeim hætti sem raun ber vitni. Gögn þau sem vefsíðan Wikileaks hefur nú birt um stríðið í Afganistan, leiða glögglega í ljós eðli stríðsrekstrarins þar og þá hyldýpisgjá sem er á milli hins raunverulega gangs stríðsins og þeirrar glansmyndar sem reynt hefur verið að draga upp af því á Vesturlöndum. Upplýsingar þessar staðfesta þó einungis það sem andstæðingar stríðsins og hin alþjóðlega friðarhreyfing hafa haldið fram frá upphafi. Í öllum meginatriðum hefur gangur stríðsins í Afganistan orðið með sama hætti og varað var við áður en innrásin hófst. Á sama tíma hafa allar spásagnir stuðningsmanna innrásarinnar farið rækilega út um þúfur. Stríðið í Afganistan er stærsta aðgerð í sögu hernaðarbandalagsins Nató. Hafi þurft frekari vitnanna við eftir stríðsrekstur í Júgóslavíu, kjarnorkuvopnastefnu og vígvæðingu liðinna áratuga, hefur Afganistanstríðið endanlega leitt í ljós hið herskáa og heimsvaldasinnaða eðli bandalagsins. Þótt Bandaríkin beri hitann og þungann af stríðsrekstinum, hvílir ábyrgðin á öllum drápunum og eyðileggingunni á herðum Nató. Með aðildinni að hernaðarbandalaginu og beinum og óbeinum stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðið, eru hendur okkar litaðar blóði. Samtök hernaðarandstæðinga árétta því kröfu sína um að Ísland gangi úr Nató, að allar Nató-hersveitir yfirgefi Afganistan og að bætt verði, eftir því sem unnt er, fyrir þann skaða sem hermenn bandalagsins hafa unnið í landinu. Þá er brýnt að Íslendingar dragi þegar til baka allan stuðning sinn við stíðið og biðjist afsökunar á þætti sínum í því. Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að þeir einstaklingar sem gerðu það að verkum að upplýsingar þessar komust fyrir almenningssjónir þurfi ekki að gjalda þess.

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …