BREYTA

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Samtök hernaðarandstæðinga fagna því að hernaður Nató-ríkja í Afganistan hafi verið afhúpaður með þeim hætti sem raun ber vitni. Gögn þau sem vefsíðan Wikileaks hefur nú birt um stríðið í Afganistan, leiða glögglega í ljós eðli stríðsrekstrarins þar og þá hyldýpisgjá sem er á milli hins raunverulega gangs stríðsins og þeirrar glansmyndar sem reynt hefur verið að draga upp af því á Vesturlöndum. Upplýsingar þessar staðfesta þó einungis það sem andstæðingar stríðsins og hin alþjóðlega friðarhreyfing hafa haldið fram frá upphafi. Í öllum meginatriðum hefur gangur stríðsins í Afganistan orðið með sama hætti og varað var við áður en innrásin hófst. Á sama tíma hafa allar spásagnir stuðningsmanna innrásarinnar farið rækilega út um þúfur. Stríðið í Afganistan er stærsta aðgerð í sögu hernaðarbandalagsins Nató. Hafi þurft frekari vitnanna við eftir stríðsrekstur í Júgóslavíu, kjarnorkuvopnastefnu og vígvæðingu liðinna áratuga, hefur Afganistanstríðið endanlega leitt í ljós hið herskáa og heimsvaldasinnaða eðli bandalagsins. Þótt Bandaríkin beri hitann og þungann af stríðsrekstinum, hvílir ábyrgðin á öllum drápunum og eyðileggingunni á herðum Nató. Með aðildinni að hernaðarbandalaginu og beinum og óbeinum stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðið, eru hendur okkar litaðar blóði. Samtök hernaðarandstæðinga árétta því kröfu sína um að Ísland gangi úr Nató, að allar Nató-hersveitir yfirgefi Afganistan og að bætt verði, eftir því sem unnt er, fyrir þann skaða sem hermenn bandalagsins hafa unnið í landinu. Þá er brýnt að Íslendingar dragi þegar til baka allan stuðning sinn við stíðið og biðjist afsökunar á þætti sínum í því. Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að þeir einstaklingar sem gerðu það að verkum að upplýsingar þessar komust fyrir almenningssjónir þurfi ekki að gjalda þess.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Aðalsalur Friðarhúss er í útleigu vegna einkafundar.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Sigríður Kristinsdóttir, …

SHA_forsida_top

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn stríðinu í Írak á alþjóðlegum baráttudegi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15 Samtök herstöðvaandstæðinga Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Heimildarmyndin Uncovered - The War on Iraq verður sýnd í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Æsum til friðar

Æsum til friðar

Tónleikar á Gauknum 17. mars Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin - …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. …

SHA_forsida_top

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn …

SHA_forsida_top

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd …

SHA_forsida_top

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn …