BREYTA

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

AmnestyFimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ til flotastöðvarinnar við Guantánamo-flóa á Kúbu. Þrátt fyrir að fangabúðirnar hafi verið fordæmdar um heim allan eru þar enn 430 einstaklingar af 35 þjóðernum. Enginn þeirra hefur verið dæmdur samkvæmt bandarískum lögum. Tíu fangar hafa sætt ákæru en ekki hefur verið réttað í málum þeirra. Aðstaða fanganna er slæm, varðhaldsvistin ótímabundin og þeir eru einangraðir frá umheiminum. Varðhaldsvistin telst ill, ómannleg og niðurlægjandi meðferð og brýtur því gegn alþjóðalögum. Fangabúðirnar við Guantánamo-flóa eru tákn óréttlætis. Bandaríska ríkisstjórnin verður að loka þeim. Fanga skal leysa úr haldi eða þeir skulu sæta ákæru og réttað skal yfir þeim í fullnægjandi og réttlátum réttarhöldum. Íslandsdeild Amnesty International efnir til táknrænnar uppákomu þann 11. janúar kl. 17:00 á Lækjartorgi þar sem blöðrum verður sleppt til að undirstrika kröfu Amnesty um að fangarnir verði látnir lausir eða þeir látnir sæta ákæru. Félagar sem aðrir eru hvattir til mæta og sýna samhug með föngunum sem þar er haldið í trássi við alþjóðlega mannréttindalöggjöf og krefjast lokunar búðanna. Kvöldið 11. janúar sýnir Íslandsdeildin heimildarþátt frá BBC sem heitir Inside Guantánamo og fjallar um heimsókn þáttagerðarmanna til fangelsisins. Sýnd eru viðtöl við fyrrverandi fanga, aðstandendur fanga og síðast en ekki síst fangaverði og yfirmenn fangelsisins. Sýningin fer fram í Alþjóðahúsinu á 3. hæð og hefst kl. 20:30. Sýningin stendur yfir í um klukkutíma og umræður verða að henni lokinni. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

MFÍK í Friðarhúsi

MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Þær ánægjulegu fregnir bárust í dag að borgarstjórn Reykjavíkur hefði samþykkt að gerast aðili að …

SHA_forsida_top

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

How long does 'Post-War' last for Women? Some Feminist Clues Næstkomandi fimmtudag, 14. október, …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

Laugardaginn 2. október n.k. munu ýmis félagasamtök og friðarhreyfingar efna samkomu á Klambratúni, þar sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður, föstudag

Fjáröflunarmálsverður, föstudag

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu haustmisseri verður haldinn föstudagskvöldið 24. september. Matseðillinn verður á …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt 21. september sem alþjóðlegan dag friðar og er fólk víðsvegar um …

SHA_forsida_top

Myndasýning Íslands-Palestínu

Myndasýning Íslands-Palestínu

Ísland-Palestína stendur fyrir myndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun vegna ECA-umræðu

Ályktun vegna ECA-umræðu

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að enn á ný sé hafin umræða um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vel heppnuð kertafleyting á Akureyri

Vel heppnuð kertafleyting á Akureyri

Um 150 manns sóttu kertafleytingu til minningar fórnarlamba kjarnavopnaárásanna á Hiroshimo og Nagasaki. Þátttakan fór …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, 9. ágúst

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur að venju fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn mánudagaskvöldið 9. ágúst kl. 22:30 í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ALE)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ALE)

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Samtök hernaðarandstæðinga fagna því að hernaður Nató-ríkja í Afganistan hafi verið afhúpaður með þeim hætti …

SHA_forsida_top

Er Evrópusambandið ekki friðarbandalag?

Er Evrópusambandið ekki friðarbandalag?

Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands og áhugamaður um friðar- og alþjóðamál …