BREYTA

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, kynntu alþjóðlegu afvopnunarsamtökin ICAN og samstarfsaðilar þeirra niðurstöður könnunar sem fram fór í sex Nató-löndum seint á síðasta ári. Aðalniðurstöður könnunarinnar voru þær að 86% aðspurðra Íslendinga sögðust styðja að Ísland gerðist aðili að sáttmálanum en einungis 3% voru því andvíg. Rétt um 10% sögðust ekki vera viss. Þetta eru merkilegar niðurstöður og senda skýr skilaboð til stjórnvalda. Margt fleira er þó áhugavert þegar rýnt er í tölurnar. Niðurstöðurnar byggja á svörum 751 manneskju. Konur reyndust ívið hlynntari sáttmálanum en karlar, þannig sögðust 5% karla andsnúnir því að Ísland undirritaði hann en einungis 1% kvenna. Lítill merkjanlegur munur reyndist milli einstakra landsvæða og sama gilti um aldurshópa, þó yngstu og elstu hóparnir hafi verið örlítið jákvæðari en fólk á miðjum aldri sem var líklegra til að segjast ekki vita svarið. Forvitnilegast er þó að rýna í svörin með tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Rétt er þó að taka fram að þegar kemur að einstökum flokkum getur verið um svo fáa einstaklinga að skekkjumörk verða talsverð. Meðal stuðningsfólks Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar, Framsóknarflokks, Sósíalistaflokksins og Miðflokksins var stuðningurinn á bilinu 84-95%. Meðal Sjálfstæðismanna vildu 75% staðfesta sáttmálann og einungis 6% voru því mótfallin. Flokkur fólksins skar sig nokkuð úr með 70% stuðning og 30% sem sögðust óviss, en hafa ber í huga að alltof fáir eru á bak við þá tölu til að unnt sé að draga miklar ályktanir. Ef horft er til þess hversu margir svöruðu spurningunni neitandi var hlutfallið á bilinu 0-8% hjá öllum nema Miðflokki þar sem 13% svöruðu á þá leið.

Fíllinn í stofunni...

Í ljósi þess að nær allir sitjandi þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hafa lýst sig fylgjandi sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum ætti einarður stuðningur mögulegra kjósenda þessara flokka, sem og Sósíalistaflokksins ekki að koma á óvart. Tíðindin eru hins vegar hversu mikill stuðningurinn er hjá stuðningsfólki Viðreisnar, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem og hjá Framsókn sem hefur ekki verið afdráttarlaust í afstöðu sinni til málsins. Nú kynni einhver að velta því fyrir sér hvort hinn mikli stuðningur kynni að skýrast af því að almenningur viti lítið um Sáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum og geri sér ekki grein fyrir að samþykkt hans kynni að hafa afleiðingar. Til að bregðast við slíkum vangaveltum var því bætt við framhaldsspurningu, þar sem spurt var hvort fólk vildi að Ísland yrði í hópi fyrstu aðildarríkja Nató til að undirrita sáttmálann, jafnvel þótt að slíkt kynni að verða til þess að Bandaríkjastjórn beitti landið þrýstingi? Þessi viðbótarspurning skilaði nálega sömu niðurstöðum hjá stuðningsfólki Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokksins þar sem á bilinu 84-94% svöruðu játandi. Óákveðnum fjölgaði nokkuð í hópi stuðningsmanna Viðreisnar en engu að síður svaraði 81% játandi þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn kynni að styggjast. Stuðningur Framsóknarmanna fór niður í 74% og hjá Miðflokki og Flokki fólksins var talan um 60%. Minnstur var stuðningurinn hjá stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins, en þó svöruðu 57% játandi. Greinilegt er að mikill meirihluti íslenskra kjósenda telur algjörlega óþarft að fylgja öðrum Nató-ríkjum sérstaklega í þessu málefni og þeir kæra sig kollótta þótt stjórnin í Washington styggist. Flest þeirra sem kusu að breyta svari sínu milli spurninganna tveggja breyttu því úr „já“ yfir í „veit ekki“. Þó svöruðu 20% stuðningsmanna Miðflokksins seinni spurningunni neitandi og 15% Sjálfstæðismanna. Hjá öðrum var sú tala á bilinu 0-8%. Þetta eru mikilvægar upplýsingar sem hljóta að verða stjórnmálaflokkunum efni til umhugsunar ekki hvað síst þar sem kosningar nálgast.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Í 2. grein hinna nýju varnarmálalaga segir að meðal markmiða laganna sé „að greina á …

SHA_forsida_top

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 21. maí kl. 19.00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (á horni …

SHA_forsida_top

Brunaútköllum sinnt vikulega

Brunaútköllum sinnt vikulega

Eftirfarandi grein eftir Stefán Pálsson formann SHA birtist í 24 stundum 9. maí. Ritstjóri 24 …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópurinn fundar.

SHA_forsida_top

Til hvers er Nató?

Til hvers er Nató?

Eftirfarandi grein Árna Björnssonar birtist í Morgunblaðinu 6. maí. Undarlegt dekur íslenskra stjórnvalda við herbandalagið …

SHA_forsida_top

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Eins og fram hefur komið hefur formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, sótt um stöðu forstjóra …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA.

SHA_forsida_top

Hver er óvinurinn?

Hver er óvinurinn?

Nú eru þær komnar, orrustuþoturnar frönsku. Frá komu þeirra er sagt svo á mbl.is (5.5.2008, …

SHA_forsida_top

Tilkynning frá formanni SHA

Tilkynning frá formanni SHA

Reykjavík, 2. maí 2008 Um allnokkurt skeið hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá …

SHA_forsida_top

1. maí-kaffi SHA 2008

1. maí-kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Háskólinn setur enn niður

Háskólinn setur enn niður

Undir fyrirsögninni Háskólinn setur niður var fjallað um það hér á Friðarvefnum síðastliðinn sunnudag hvernig …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2008

1. maí kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Fundur í sögunefnd SHA

SHA_forsida_top

Háskólinn setur niður

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um …