BREYTA

Aprílmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd leggja til krásir á veglegt hlaðborð:
  • Kjúklingur í mangó-chutney meðstjórnandans
  • Kjúklingur í kúskús ritarans
  • Pastasalat formannsins
  • Blómkálsgratín skjalavarðarins
  • Brauð að hætti eiginmanns meðstjórnanda
  • Salat
  • Kaffi á eftir
Að borðhaldi loknu mun Una Hildardóttir, félagi í SHA og gjaldkeri VG, flytja stutta hugvekju um friðarmál og mótmælatrúbadorinn Hemúllinn tekur lagið. Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2000. Öll velkomin.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …