BREYTA

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

 Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga: Miðausturlandastríðið sem staðið hefur sleitulítið frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða þeirra inn í Írak árið 2003 og teygt sig víða um lönd, hefur enn tekið á sig nýjar og furðulegar myndir. Nú horfir heimsbyggðin upp á árásir Tyrklandsstjórnar gegn Kúrdum jafnt innan sem utan landamæra sinna, undir yfirskyni stríðs gegn hryðjuverkum og hinum alræmdu ISIS-sveitum. Fáránleiki þessa málatilbúnaðar ætti að vera öllum ljós, enda má auðveldlega færa fyrir því rök að Tyrkir hafi öðrum fremur stuðlað að uppgangi ISIS-hreyfingarinnar til að þjóna eigin hagsmunum innan grannríkja sinna. Markmið Tyrklandsstjórnar er að berja niður eðlilegar kröfur kúrdnesku þjóðarinnar um sjálfsákvörðunarrétt og stofnun eigin ríkis, sem og að ala á misklíð þjóðarbrota í von um stundarvinsældir heimafyrir. Nú bregður svo við að Nató-ríki hafa lagt blessun sína yfir málflutning tyrknesku stjórnarinnar og styðja framferði hennar. Með kaldrifjuðum hætti er Kúrdum því eina ferðina enn fórnað sem peði í valdatafli vestrænna ríkja í þessum heimshluta.  Með aðildinni að Nató eru Íslendingar stuðningsaðili þessa gjörnings. Stækkar því enn sá smánarblettur sem af Nató-aðildinni hlýst. Samtök hernaðarandstæðinga minna því á þá sjálfsögðu kröfu að Ísland gangi úr Nató og standi utan allra hernaðarbandalaga.

Færslur

SHA_forsida_top

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

MFÍK í Friðarhúsi

MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Þær ánægjulegu fregnir bárust í dag að borgarstjórn Reykjavíkur hefði samþykkt að gerast aðili að …

SHA_forsida_top

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

How long does 'Post-War' last for Women? Some Feminist Clues Næstkomandi fimmtudag, 14. október, …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

Laugardaginn 2. október n.k. munu ýmis félagasamtök og friðarhreyfingar efna samkomu á Klambratúni, þar sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður, föstudag

Fjáröflunarmálsverður, föstudag

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu haustmisseri verður haldinn föstudagskvöldið 24. september. Matseðillinn verður á …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt 21. september sem alþjóðlegan dag friðar og er fólk víðsvegar um …

SHA_forsida_top

Myndasýning Íslands-Palestínu

Myndasýning Íslands-Palestínu

Ísland-Palestína stendur fyrir myndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun vegna ECA-umræðu

Ályktun vegna ECA-umræðu

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að enn á ný sé hafin umræða um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vel heppnuð kertafleyting á Akureyri

Vel heppnuð kertafleyting á Akureyri

Um 150 manns sóttu kertafleytingu til minningar fórnarlamba kjarnavopnaárásanna á Hiroshimo og Nagasaki. Þátttakan fór …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, 9. ágúst

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur að venju fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn mánudagaskvöldið 9. ágúst kl. 22:30 í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ALE)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ALE)

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Samtök hernaðarandstæðinga fagna því að hernaður Nató-ríkja í Afganistan hafi verið afhúpaður með þeim hætti …

SHA_forsida_top

Er Evrópusambandið ekki friðarbandalag?

Er Evrópusambandið ekki friðarbandalag?

Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands og áhugamaður um friðar- og alþjóðamál …