BREYTA

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

 Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga: Miðausturlandastríðið sem staðið hefur sleitulítið frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða þeirra inn í Írak árið 2003 og teygt sig víða um lönd, hefur enn tekið á sig nýjar og furðulegar myndir. Nú horfir heimsbyggðin upp á árásir Tyrklandsstjórnar gegn Kúrdum jafnt innan sem utan landamæra sinna, undir yfirskyni stríðs gegn hryðjuverkum og hinum alræmdu ISIS-sveitum. Fáránleiki þessa málatilbúnaðar ætti að vera öllum ljós, enda má auðveldlega færa fyrir því rök að Tyrkir hafi öðrum fremur stuðlað að uppgangi ISIS-hreyfingarinnar til að þjóna eigin hagsmunum innan grannríkja sinna. Markmið Tyrklandsstjórnar er að berja niður eðlilegar kröfur kúrdnesku þjóðarinnar um sjálfsákvörðunarrétt og stofnun eigin ríkis, sem og að ala á misklíð þjóðarbrota í von um stundarvinsældir heimafyrir. Nú bregður svo við að Nató-ríki hafa lagt blessun sína yfir málflutning tyrknesku stjórnarinnar og styðja framferði hennar. Með kaldrifjuðum hætti er Kúrdum því eina ferðina enn fórnað sem peði í valdatafli vestrænna ríkja í þessum heimshluta.  Með aðildinni að Nató eru Íslendingar stuðningsaðili þessa gjörnings. Stækkar því enn sá smánarblettur sem af Nató-aðildinni hlýst. Samtök hernaðarandstæðinga minna því á þá sjálfsögðu kröfu að Ísland gangi úr Nató og standi utan allra hernaðarbandalaga.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktun um kjarnorkuvopnafriðlýsingu landsins: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa fullum stuðningi við frumvarp sem þingmenn úr öllum …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA 2008 verður haldin í Friðarhúsi laugardaginn 15. nóv. 11:30 - venjuleg aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína efnir til kvikmyndasýningar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagfari kominn á netið

Dagfari kominn á netið

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga kom út á dögunum. Ritstjóri þess er Þórður Sveinsson, ritari SHA. …

SHA_forsida_top

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Samtök hernaðarandstæðinga efndu til opins félagsfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sl. laugardag. Um tuttugu manns …

SHA_forsida_top

Útgáfuhátíð MÚR

Útgáfuhátíð MÚR

Málfundafélag úngra róttæklinga fagnar útgáfu bókar sinnar í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

SHA fundar á Ísafirði

SHA fundar á Ísafirði

Fyrirhugaður fundur SHA á Ísafirði um síðustu helgi féll niður vegna veðurs. Um þessa helgi …

SHA_forsida_top

Farandverkakonur

Farandverkakonur

Í kvöld, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 19.00, efnir MFÍK til opins félagsfundar í Friðarhúsi. Sigurlaug …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gæluverkefni sett á ís?

Gæluverkefni sett á ís?

Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af …

SHA_forsida_top

Matseðillinn

Matseðillinn

Nú liggur fyrir matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudags. Rúbý frá Singapúr eldar, en í …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. okt. kl. 19. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.