BREYTA

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

 Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga: Miðausturlandastríðið sem staðið hefur sleitulítið frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða þeirra inn í Írak árið 2003 og teygt sig víða um lönd, hefur enn tekið á sig nýjar og furðulegar myndir. Nú horfir heimsbyggðin upp á árásir Tyrklandsstjórnar gegn Kúrdum jafnt innan sem utan landamæra sinna, undir yfirskyni stríðs gegn hryðjuverkum og hinum alræmdu ISIS-sveitum. Fáránleiki þessa málatilbúnaðar ætti að vera öllum ljós, enda má auðveldlega færa fyrir því rök að Tyrkir hafi öðrum fremur stuðlað að uppgangi ISIS-hreyfingarinnar til að þjóna eigin hagsmunum innan grannríkja sinna. Markmið Tyrklandsstjórnar er að berja niður eðlilegar kröfur kúrdnesku þjóðarinnar um sjálfsákvörðunarrétt og stofnun eigin ríkis, sem og að ala á misklíð þjóðarbrota í von um stundarvinsældir heimafyrir. Nú bregður svo við að Nató-ríki hafa lagt blessun sína yfir málflutning tyrknesku stjórnarinnar og styðja framferði hennar. Með kaldrifjuðum hætti er Kúrdum því eina ferðina enn fórnað sem peði í valdatafli vestrænna ríkja í þessum heimshluta.  Með aðildinni að Nató eru Íslendingar stuðningsaðili þessa gjörnings. Stækkar því enn sá smánarblettur sem af Nató-aðildinni hlýst. Samtök hernaðarandstæðinga minna því á þá sjálfsögðu kröfu að Ísland gangi úr Nató og standi utan allra hernaðarbandalaga.

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Okkur hefur borist yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar sem lauk 26. mars og getið var hér. …

SHA_forsida_top

Nú er lag

Nú er lag

Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Sagan hefur þegar …

SHA_forsida_top

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Bretlandi. Ekki verður sagt að henni …

SHA_forsida_top

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki …

SHA_forsida_top

Nýtt efni á Friðarvefnum

Nýtt efni á Friðarvefnum

Ályktun frá SHA Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars Ályktun þingflokks VG um …

SHA_forsida_top

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Fundurinn er öllum opinn.

SHA_forsida_top

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er …

SHA_forsida_top

30. mars

30. mars

Þann 30. mars 1949 var innganga Íslands í NATO samþykkt á Alþingi. Friðarsinnar hafa upp …

SHA_forsida_top

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Nú um helgina, 23.-26. mars, var haldin fjórða Kaíró-ráðstefnan. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega …

SHA_forsida_top

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Ein af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í …

SHA_forsida_top

Fundur í stjórn Friðarhúss

Fundur í stjórn Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar. Á dagskrá er m.a. undirbúningur aðalfundar.