BREYTA

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Hörmulegt hefur verið að fylgjast með árásum Ísraelshers á grannríkið Líbanon undanfarna daga. Hernaður þessi nýtur samþykkis og stuðnings ráðamanna í Bandaríkjunum, sem sömuleiðis standa í vegi fyrir fordæmingu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á hernaðinum. Það hlýtur að vera krafa friðarsinna hér á landi að íslensk stjórnvöld tali með ákveðnum hætti gegn stríðinu, fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna sem og allt ofbeldi gegn almennum borgurum. Þá verður ríkisstjórn Íslands að krefjast þess að vopnasölu til Bandaríkjamanna og fleiri aðila til stríðssvæðanna verði tafarlaust hætt. Beirut Undirskriftasöfnun gegn árásum Ísraels á Líbanon Sett hefur verið í gang í Líbanon undirskriftasöfnun undir nafninu „Save the Lebanese Civilians Petition“ og er hún kynnt á vefsíðunni Save Lebanon. Hægt er að skrifa undir rafrænt á vefsíðunni: http://epetitions.net/julywar/index.php. Þegar þetta er skrifað hafa safnast 187892 undirskriftir og bætast nokkar við á hverri mínútu. Textinn til undirritunar er svohljóðandi í lauslegri íslenskri þýðingu:
    Til allra þeirra sem vilja láta sig málið varða: „Að drepa saklausa borgara er EKKI sjálfsvörn. Að eyðileggja sjálfstæða þjóð eru EKKI yfirveguð viðbrögð.“ Almenningur í Líbanon hefur mátt sæta stöðugum árásum frá Ísraelsríki undanfarna daga. Ísraelsríki hefur lagt hafn- og flugbann á Líbanon sem beinist gegn allri líbönsku þjóðinni. Það er brot á alþjóðalögum og Gefnarsáttmálunum. Saklaus almenningur í Líbanon er látinn sæta sameiginlegri refsingu af hálfu Ísraelsríkis með meðvituðum hryðjuverkum eins og lýst er í 33. grein fjórða Genfarsáttmálans. Líbanska þjóðin finnur sig yfirgefna af heiminum sem hefur lokað augunum gagnvart villimennsku Ísraelsríkis. Ísrael virðist ekki geta nálgast neitt vandamál án þess að grípa til þess vopnavalds sem það hefur yfir að ráða með stuðningi ríkisstjórna Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Við skrifum þér þetta bréf í þeirri von að þessi fjöldamorð verði stöðvuð þegar í stað. Það er frumskylda hvers einasta manns að verja hina saklausu og leiða sannleikann í ljós. Á hverjum klukkutíma fjölgar hinum fjölmörgu fórnarlömbum aðgerða Ísraels. Siðleysi þessara árása hefur náð skelfilegu stigi þegar barn er hlutað í þrennt meðan annað er brennt til hálfs. Í blindu miskunnarleysi er hernaðarvél Ísraels ekki aðeins að leggja líf okkar í rúst heldur einnig þær undirstöður samfélagsins sem gefur almenningi von um að komast lífs gegnum fjöldamorðin. Ísraelski herinn er að eyðileggja á nokkrum klukkustundum það sem Líbanon hefur eytt mörgum árum og milljörðum dollara að byggja upp. Nú hafa meira en 300 almennir borgarar verið drepnir í Líbanon og þúsunda er saknað undir rústum, þúsundir eru særðir, brýr og mikilvæg mannvirki og tæki eru eyðilögð, flóttamenn yfirgefa Beirút í flokkum og búast má við að áframhaldandi umsátur muni á næstu dögum valda einn frekari hamförum. Það verður að binda endi á þetta ofbeldi og stöðug brot á alþjóðalögum og grundvallar siðferðisreglum. Hinir umsetnu íbúar Líbanons eiga sér engra undankomu auðið milli hins blinda alþjóðasamfélags og daufdumba Arabasamfélags. Friður hefst með réttlæti
Þessi yfirlýsing verður send öllum fulltrúum í þingum Bandaríkjanna, Kanada, Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Evrópusambandsins og hugsanlega fleiri landa. Einnig verður hún send 500 fjölmiðlum um allan heim. Undirskriftasöfnun Amnesty International Amnesty International hefur hafið söfnun undirskrifta undir bréf til Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Sjeik Hassan Nasrallah, aðalritara Hisbollah og Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons. Hægt er að nálgast texta bréfanna á alþjóðlegri vefsíðu Amnesty ásamt heimilisföngum og netföngum. Mótmælafundir gegn árásum Ísraels á Líbanon Strax eftir að Ísrael réðist inn í Líbanon hófust mótmælaaðgerðir víðsvegar um heim. Í Bandaríkjunum voru víða mótmælafundir um miðja síðustu viku og um helgina voru mótmælafundir í fjölmörgum borgum og bæjum um allan heim. Í Tel Aviv komu um 5 þúsund Gyðingar og Arabar saman til að mótmæla stríðsglæpum Ísraels. Fundir voru einnig í Líbanon, Palestínu, Jórdaníu, Íran, Egyptalandi og Súdan. Í Evrópu voru mótmælaaðgerðir víða. Á vefsíðu Stop the War Coalition í Bretlandi kemur fram að um 30 þúsund manns komu saman í Lundúnum en einnig voru fundir í Manchester, Glasgow, Edinborg, Newcastle og Sheffield. Þá voru mótmælafundir í Genf, Bern, París, Brussel, Amsterdam, víða í Þýskalandi, Lissabon, Barselóna, Madrid, Róm, Aþenu, Kýpur, Prag, Varsjá, Osló, Kaupmannahöfn, Helsinki, Stokkhólmi. Einnig voru mótmælafundir í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Rómönsku Ameríku. Í Asíu voru mótmælafundir víða, svo sem í Sri Lanka, Kasmír, ýmsum borgum á Indlandi og Pakistan, Dhaka í Bangladesh, Manila, Djakarta, Seoul. Og er þá eflaust ekki nærri allt talið. Nánari upplýsingar er að finna á Indymedia og www.nadir.org og myndir á vefsíðu National Council of Arab Americans (NCA) og www.nadir.org. Auk þessara funda eru víða daglegar mótmælastöður og víða eru fyrirhugaðir mótmælafundir á næstu dögum. Upplýsingar um það má nálgast á vefsíðunum Lebanon Expats og Save Lebanon. Í Bandaríkjunum hafa samtökin International A.N.S.W.E.R boðað víðtækar mótmælaaðgerðir 12. ágúst. Sjá einnig grein um vaxandi andstöðu gegn Ísrael í Evrópu á vefsíðunni Electronic Intifada. Sjá einnig Indymedia í Beirút. Prédikun séra Arnar Bárðar Jónssonar í Neskirkju Vert er að benda á prédikun sem séra Örn Bárður Jónsson hélt í Neskirkju síðastliðinn sunnudag. Prédikunina er hægt að nálgast á heimasíðu séra Arnar Bárðar. Hryllilegar myndir af afleiðingum stríðsins Myndir sem sýna brot af þeim hryllingi og glæpaverkum sem nú eru framin í Líbanon má finna á ýmsum vefsíðum. Við birtum hér slóðir að nokkrum þessara síðna en vörum við myndunum, þær eru ekki fyrir börn eða viðkvæmt fólk: Arab-americans.blogspot.com: Images of Children Killed in Lebanon Arab-americans.blogspot.com: The Zionist Education System Save Lebanon From Israel to Lebanon Cmylebanon.com

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …