BREYTA

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið 1955 sem samstarfs- og samráðsvettvangur þingmanna aðildarríkja NATO. Í dag eiga 26 aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sæti á NATO-þinginu og 13 ríki aukaaðild. Þingið hefur þó enga formlega stöðu innan bandalagsins en með árunum hefur komist á náin og virk samvinna NATO-þingsins og NATO. Meginhlutverk NATO-þingsins er að upplýsa og efla samstöðu þjóðþinganna. Þingið er, samkvæmt því sem segir á vef Alþingis, vettvangur þar sem þingmenn aðildarríkja NATO og aukaaðildarríkja geta fræðst um málefni bandalagsins, komið skoðunum sínum og áhyggjuefnum á framfæri og skipst á skoðunum um öryggis- og varnarmál. Á NATO-þinginu eiga sæti 248 þingmenn frá aðildarríkjunum 26, auk þingmanna 13 aukaaðildarríkja, svo sem Sviss, Svíþjóðar, Finnlands, Rússlands og fleiri landa fyrrum Sovétríkjanna sem og fyrrum Júgóslavíu. Fjöldi fulltrúa frá hverju þjóðþingi er í hlutfalli við fólksfjölda í hverju ríki. Ísland hefur þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Fulltrúar Alþingis eru Ragnheiður E. Árnadóttir formaður, Ásta R. Jóhannesdóttir varaformaður og Magnús Stefánsson. Varamenn eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Kristinn H. Gunnarsson. Einn þingflokkur, Vinstrihreyfingin grænt framboð, hefur ekki tilnefnt neinn fulltrúa. Alþýðubandalagið hafði á sínum tíma sama hátt á. Það er þó alls ekki algilt að stjórnmálaflokkar sem eru andvígir NATO eða gagnrýnir á bandalagið haldi sig utan við þessar samkomu. Þannig á til dæmis Vinstriflokkurinn í Þýskaland (Die Linke) fulltrúa, sömuleiðis Sósíalíski vinstri flokkurinn (Sosialistisk Venstreparti) í Noregi og Sósíalíski þjóðarflokkurinn (Socialistisk Folkeparti) í Danmörku. Einingarlistinn (Enhedslisten) í Danmörku hefur hins vegar engan fulltrúa. Búist er við rúmlega 700 gestum á fundinn, þar af um 350 fulltrúa þjóðþingaþinga. Kostnaður Íslands vegna þingsins er áætlaður 150 milljónir. Um Íslandsdeild NATO-þingsins á vef Alþingis Um fundinn á vef Alþingis Vefur NATO-þingsins Um fundinn á vef NATO-þingsins Í tilefni fundarins mun SHA standa fyrir hádegisverðarfundi mánudaginn 8. okotóber. Dagskrá fundarins og staðsetning verða auglýst síðar Ung Vinstri-græn efna til friðarstundar við Laugardagshöll, fundarstað NATO-þingsins, laugardaginn 6. október kl. 8 árdegis.

Færslur

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður

Janúarmálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00. …

SHA_forsida_top

Frásögn frá Kúrdistan

Frásögn frá Kúrdistan

Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er …

SHA_forsida_top

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á …

SHA_forsida_top

Raddir frá Íran

Raddir frá Íran

Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október. Matseldinn verður í höndum …

SHA_forsida_top

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að …

SHA_forsida_top

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Bjarki …

SHA_forsida_top

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Þegar ég fæddist fyrir nærri því 79 árum geisaði stríð í heiminum, grimmileg landvinningastyrjöld sem …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Efnt verður til kertafleytinga á fjórum stöðum þriðjudagskvöldið 9. ágúst, á Nagasakí-daginn, til að minnast …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Sjaldan eða aldrei hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum en nú. Friðarsinnar í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Friðaryfirlýsing

Friðaryfirlýsing

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2022

1. maí kaffi SHA 2022

Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var …