BREYTA

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið 1955 sem samstarfs- og samráðsvettvangur þingmanna aðildarríkja NATO. Í dag eiga 26 aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sæti á NATO-þinginu og 13 ríki aukaaðild. Þingið hefur þó enga formlega stöðu innan bandalagsins en með árunum hefur komist á náin og virk samvinna NATO-þingsins og NATO. Meginhlutverk NATO-þingsins er að upplýsa og efla samstöðu þjóðþinganna. Þingið er, samkvæmt því sem segir á vef Alþingis, vettvangur þar sem þingmenn aðildarríkja NATO og aukaaðildarríkja geta fræðst um málefni bandalagsins, komið skoðunum sínum og áhyggjuefnum á framfæri og skipst á skoðunum um öryggis- og varnarmál. Á NATO-þinginu eiga sæti 248 þingmenn frá aðildarríkjunum 26, auk þingmanna 13 aukaaðildarríkja, svo sem Sviss, Svíþjóðar, Finnlands, Rússlands og fleiri landa fyrrum Sovétríkjanna sem og fyrrum Júgóslavíu. Fjöldi fulltrúa frá hverju þjóðþingi er í hlutfalli við fólksfjölda í hverju ríki. Ísland hefur þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Fulltrúar Alþingis eru Ragnheiður E. Árnadóttir formaður, Ásta R. Jóhannesdóttir varaformaður og Magnús Stefánsson. Varamenn eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Kristinn H. Gunnarsson. Einn þingflokkur, Vinstrihreyfingin grænt framboð, hefur ekki tilnefnt neinn fulltrúa. Alþýðubandalagið hafði á sínum tíma sama hátt á. Það er þó alls ekki algilt að stjórnmálaflokkar sem eru andvígir NATO eða gagnrýnir á bandalagið haldi sig utan við þessar samkomu. Þannig á til dæmis Vinstriflokkurinn í Þýskaland (Die Linke) fulltrúa, sömuleiðis Sósíalíski vinstri flokkurinn (Sosialistisk Venstreparti) í Noregi og Sósíalíski þjóðarflokkurinn (Socialistisk Folkeparti) í Danmörku. Einingarlistinn (Enhedslisten) í Danmörku hefur hins vegar engan fulltrúa. Búist er við rúmlega 700 gestum á fundinn, þar af um 350 fulltrúa þjóðþingaþinga. Kostnaður Íslands vegna þingsins er áætlaður 150 milljónir. Um Íslandsdeild NATO-þingsins á vef Alþingis Um fundinn á vef Alþingis Vefur NATO-þingsins Um fundinn á vef NATO-þingsins Í tilefni fundarins mun SHA standa fyrir hádegisverðarfundi mánudaginn 8. okotóber. Dagskrá fundarins og staðsetning verða auglýst síðar Ung Vinstri-græn efna til friðarstundar við Laugardagshöll, fundarstað NATO-þingsins, laugardaginn 6. október kl. 8 árdegis.

Færslur

SHA_forsida_top

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar. Hver …

SHA_forsida_top

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

Ályktun frá hernaðarandstæðingum á Norðurlandi Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Afmælisdagskráin 16. maí

Afmælisdagskráin 16. maí

Dagskrá afmælishátíðar SHA í Iðnó miðvikudagskvöldið 16. maí er óðum að taka á sig mynd. …

SHA_forsida_top

40 ár fyrir friði

40 ár fyrir friði

Samtök hernaðarandstæðinga rekja sögu sína aftur til Glæsibæjarfundarins sem haldinn var 16. maí árið 1972. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 9. Maí kl. 19 í Friðarhúsi. Þær Harpa Stefánsdóttir, formaður, …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2012

1. maí kaffi SHA 2012

Hið rómaða 1. maí kaffi SHA verður haldið í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins og hefst …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, sá fyrsti eftir stórtækar framkvæmdir á ytra byrði hússins, verður haldinn föstudagskvöldið 27. …

SHA_forsida_top

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

MFÍK og VÍK (VInáttufélag Íslands og Kúbu efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 18. …

SHA_forsida_top

30. mars í Friðarhúsi

30. mars í Friðarhúsi

30. mars er mikilvæg dagsetning í sögu íslenskrar friðarbaráttu, en þann dag var aðild Íslands …

SHA_forsida_top

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. …

SHA_forsida_top

8. mars

8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti- Vorið kallar Iðnó, kl. 17-18:30 Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Fastir miðnefndarfundir Samtaka hernaðarandstæðinga eru fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 19:30 í Friðarhúsi. Minnt er …

SHA_forsida_top

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

eftir Þórarinn Hjartarson Bandaríkin og bandamenn þeirra flytja nú herafla m.a. frá Írak og Líbíu …

SHA_forsida_top

Stærstu málaliðaherir heims

Stærstu málaliðaherir heims

Vægi einkafyrirtækja og málaliðaherja fer sífellt vaxandi í nútímahernaði. Hér er áhugaverð samantekt vefútgáfu Business …