BREYTA

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið 1955 sem samstarfs- og samráðsvettvangur þingmanna aðildarríkja NATO. Í dag eiga 26 aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sæti á NATO-þinginu og 13 ríki aukaaðild. Þingið hefur þó enga formlega stöðu innan bandalagsins en með árunum hefur komist á náin og virk samvinna NATO-þingsins og NATO. Meginhlutverk NATO-þingsins er að upplýsa og efla samstöðu þjóðþinganna. Þingið er, samkvæmt því sem segir á vef Alþingis, vettvangur þar sem þingmenn aðildarríkja NATO og aukaaðildarríkja geta fræðst um málefni bandalagsins, komið skoðunum sínum og áhyggjuefnum á framfæri og skipst á skoðunum um öryggis- og varnarmál. Á NATO-þinginu eiga sæti 248 þingmenn frá aðildarríkjunum 26, auk þingmanna 13 aukaaðildarríkja, svo sem Sviss, Svíþjóðar, Finnlands, Rússlands og fleiri landa fyrrum Sovétríkjanna sem og fyrrum Júgóslavíu. Fjöldi fulltrúa frá hverju þjóðþingi er í hlutfalli við fólksfjölda í hverju ríki. Ísland hefur þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Fulltrúar Alþingis eru Ragnheiður E. Árnadóttir formaður, Ásta R. Jóhannesdóttir varaformaður og Magnús Stefánsson. Varamenn eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Kristinn H. Gunnarsson. Einn þingflokkur, Vinstrihreyfingin grænt framboð, hefur ekki tilnefnt neinn fulltrúa. Alþýðubandalagið hafði á sínum tíma sama hátt á. Það er þó alls ekki algilt að stjórnmálaflokkar sem eru andvígir NATO eða gagnrýnir á bandalagið haldi sig utan við þessar samkomu. Þannig á til dæmis Vinstriflokkurinn í Þýskaland (Die Linke) fulltrúa, sömuleiðis Sósíalíski vinstri flokkurinn (Sosialistisk Venstreparti) í Noregi og Sósíalíski þjóðarflokkurinn (Socialistisk Folkeparti) í Danmörku. Einingarlistinn (Enhedslisten) í Danmörku hefur hins vegar engan fulltrúa. Búist er við rúmlega 700 gestum á fundinn, þar af um 350 fulltrúa þjóðþingaþinga. Kostnaður Íslands vegna þingsins er áætlaður 150 milljónir. Um Íslandsdeild NATO-þingsins á vef Alþingis Um fundinn á vef Alþingis Vefur NATO-þingsins Um fundinn á vef NATO-þingsins Í tilefni fundarins mun SHA standa fyrir hádegisverðarfundi mánudaginn 8. okotóber. Dagskrá fundarins og staðsetning verða auglýst síðar Ung Vinstri-græn efna til friðarstundar við Laugardagshöll, fundarstað NATO-þingsins, laugardaginn 6. október kl. 8 árdegis.

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …