BREYTA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan tíma. Í Úkraínu er hætta á beinni styrjöld milli ríkja sem ráða yfir kjarnorkuvopnum. Í Palestínu eiga sér stað kerfisbundnar ofsóknir sem nú hafa staðið í hartnær sjötíu ár. Og Sýrland og Írak eru á barmi allsherjarhruns vegna óaldar sem vestræn heimsvaldastefna á drjúgan þátt í að búa til. Úkraína: hörmungar á hörmungar ofan Samtök hernaðarandstæðinga harma þau hræðilegu tíðindi að farþegaflugvél hafi verið skotin niður yfir Úkraínu og 298 látið lífið. Þetta eru ekki fyrstu fórnarlömb ófriðarins í Úkraínu sem hefur geysað síðan í febrúar og hefur kostað tæplega þúsund manns lífið, einkum óbreytta borgara. Stjórnvöld beita þar hátæknivopnum gegn eigin borgurum með stuðningi erlendra ríkja sem kynda þar með undir ófriðnum. Vígasveitir á báða bóga bera ábyrgð á grimmdarverkum og ofsóknum á etnískum grundvelli. Almenningur í Úkraínu er helsta fórnarlamb þess að landið hefur verið gert að vígvelli í pólitískri refskák stórvelda í vestri og austri. Nú þegar heimsbyggðin er harmi slegin yfir ódæðisverkinu er ekkert lát á hernaðinum og óbreyttir borgarar í Úkraínu hafa þegar orðið fórnarlömb nýrra árása. Fordæma ber sérstaklega tilraunir Bandaríkjanna og annarra Natóríkja til að nota dráp á saklausum flugfarþegum sem átyllu til þess að halda ófriðnum áfram og stigmagna hann. SHA hvetja þjóðir heims til að knýja alla aðila deilunnar að tafarlaust samningaborði svo að hörmungarnar haldi ekki áfram. Jafnframt ber að upplýsa eins fljótt og auðið er um tildrög harmleiksins og tryggja hlutleysi þeirrar rannsóknar. Gaza: Þrýstum á Ísrael með raunhæfum hætti Voðaverk Ísraelshers á Gaza hafa vakið hrylling og fordæmingu víðs vegar um heim og ýtt undir kröfur um einangrun Ísraels á alþjóðavettvangi. Á meðan deilt er um hvort slit á stjórnmálasambandi eða sniðganga á vörum frá Ísrael skili litlum eða miklum árangri, vilja SHA minna á að Ísrael á í umfangsmiklu hernaðarsamstarfi við Bandaríkin og Nató. Vopn Ísraela eru nær einvörðungu komin frá Nató-ríkjum og það eru Bandaríkin sem koma í veg fyrir allar áhrifaríkar aðgerðir gegn Ísrael á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Úrsögn úr Nató og endalok allrar hernaðarsamvinnu við Nató-ríki er skýrasta og áhrifamesta leið Íslendinga til að sýna vanþóknun sína á ofbeldinu í Gaza og þeirri hernaðarmaskínu sem knýr það áfram. Hið nýja kalífaríki: Hvaðan koma vopnin? Uppgangur ofstækisfulla múslima í samtökunum ISIS sem hafa lagt undir sig stóran hlut Sýrlands og Íraks á fáeinum mánuðum hefur vakið furðu og ótta um veröld víða. Samtök hernaðarandstæðinga vilja minna á að hernaðarvél af þessu tagi verður ekki til af sjálfu sér. Í þessu tilviki er mjög auðvelt að rekja slóð vopnanna. Þau eru komin frá Bandaríkjunum og öðrum Nató-ríkjum í gegnum furstadæmin á Arabíuskaga, sem eru í hópi mestu vopnakaupenda heims án þess þó að eiga sjálf í neinum styrjöldum. Hinn umfangsmikli vopnaiðnaður á Vesturlöndum er ekki saklaus atvinnubótavinna heldur nærir hann hreyfingar víða um lönd af sama tagi og ISIS. Vestræn ríki geta því ekki látið eins og undanfarnir mánuðir séu þeim óviðkomandi heldur eiga þeir að verða þeim tilefni til róttækrar endurskoðunar á allri stefnu sinni varðandi vopnaframleiðslu og vopnasölu. Í þessu samhengi eru hernaðarbandalög eins og Nató sem skylda aðildarríki sín til að eyða stórfé í hernaðartengd verkefni mjög mikill áhrifavaldur. Næstu skref Af framansögðu má sjá hver ábyrgð vopnaframleiðsluríkja og bandalaga þeirra er rík varðandi átök þau sem blasa við í heiminum. Raunhæfasta og markverðasta framlag Íslands til friðvænlegri veraldar væri því fólgið í að segja þegar skilið við hernaðarbandalagið Nató og hætta allri þátttöku í starfsemi þess. Jafnframt ætti þegar að segja upp herverndarsamningnum við Bandaríkin.

Færslur

SHA_forsida_top

Det Danske Fredsakademi

Det Danske Fredsakademi

Það er full ástæða til að vekja athygli á danska vefnum Det Danske Fredsakademi. …

SHA_forsida_top

Íslenska friðargæslan?

Íslenska friðargæslan?

Sjá myndbandið The Icelandic Crisis Response Unit

SHA_forsida_top

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Í Blaðinu hefur undanfarna daga verið fjallað um mengun af völdum hersins á Suðurnesjum. Margir …

SHA_forsida_top

Hvers vegna?

Hvers vegna?

Í þessari grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2006, hrekur Vigfús Geirdal staðhæfingar …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

eftir Þórarin Hjartarson Vér herstöðvaandstæðingar verðum að ræða grundvöll starfs SHA í breyttu landi …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Dagskrá á vegum SHA í Friðarhúsi í tilefni Menningarnætur. Húsið verður opnað kl. 15 og …

SHA_forsida_top

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Næstkomandi laugardag verður efnt til menningarnætur í Reykjavík. Að því tilefni verður staðið fyrir margvíslegri …

SHA_forsida_top

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

STOP THE WAR COALITION - NEWSLETTER No. 2006/34 15 August 2006 Ef ályktun Öryggisráðs …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fundur VIMA

Fundur VIMA

Fundur VIMA í Friðahúsi

SHA_forsida_top

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Stöndum frekar saman - fordómalaus!

SHA_forsida_top

http://fridur.is/libanon/

http://fridur.is/libanon/

Við höfum tekið saman lista yfir efni tengt átökunum í Líbanon sem hefur birst á …

SHA_forsida_top

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Ræða Ragnars Stefánssonar við kertafleytingu á Akureyri, 9. ágúst, 2006 Þessi grimmdarlega árás endurspeglaði …

SHA_forsida_top

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar fóru fram í gærkvöldi, 9. ágúst, í Reykjavík og á Akureyri í minningu fórnarlamba …

SHA_forsida_top

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt …