BREYTA

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

althingishusid 01Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan málaflokk vel og sendi nefndasviði þingsins athugasemdir við frumvarpið. Athugasemdir hans birtast hér á eftir: * * * Elías Davíðsson, kt. 230141-6579 Hörpugata 14 101 Reykjavík 15. febrúar 2007 Athugasemdir með frv. til laga um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu. * Athugasemd við 2. grein frumvarpsins Hvergi í frumvarpinu kemur fram hvernig íslensk stjórnvöld, eða Utanríkisráðuneytið metur lögmæti þeirra aðgerða sem greint er frá í 1. grein frumvarpsins. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi er Utanríkisráðuneytinu heimilt að ákveða friðargæsluverkefni (sbr. 2. gr. frumvarpsins) án tillits til þess hvort það verkefni stuðli að ólögmætum hernaðaraðgerðum, ólögmætu hernámi eða öðrum brotum á þjóðarétti. Sem dæmi má nefna að hernaður NATO gegn Serbíu árið 1999, árásarstríð Bandaríkjanna gegn Afganistan árið 2001 og árásarstríð Bandaríkjanna gegn Írak árið 2003, voru ólögmætar aðgerðir að þjóðarétti. Þær voru brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þær uppfylltu hvorki skilyrði um sjálfsvörn né um heimild Öryggisráðsins til hernaðar. Með því að heimila friðargæsluverkefni á svæðum sem hernumin voru með ólögmætum hætti, grefur Utanríkisráðuneytið undan meginreglum þjóðaréttar og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík niðurrifsstarfsemi stuðlar ekki að friði og samrýmist því ekki meginmarkmiðum frumvarpsins. Ég legg því til að við 2. gr. frumvarpsins bætist eftirfarandi ákvæði fyrir aftan “Utanríkisráðherra ákveður friðargæsluverkefni hverju sinni og hefur samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar við á.”: “Friðargæsluverkefni skal ekki starfrækja á svæðum sem hernumin voru í trássi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við upphaf hvers friðargæsluverkefnis leggur Utanríkisráðuneytið fram skýrslu um tilgang, umfang, tímalengd og lögmæti verkefnisins í ljósi þjóðaréttar.” * Athugasemd við 5. grein frumvarpsins Genfarsamningarnir frá 12. ágúst 1949 og viðaukar þeirra frá árinu 1977 gilda um vopnuð átök. Ísland er aðili að þessum samningum og ber að framfylgja ákvæðum þeirra. Ríkjum er skylt að setja löggjöf gegn stríðsglæpum og lögsækja einstaklinga innan eigin lögsögu sem kynnu að hafa framið stríðsglæpi, en skilgreiningar á stríðsglæpum finnast í samningunum og viðaukum þeirra. Aðild Íslands að Alþjóða sakamáladómstólnum og sú staðreynd að “íslenskir friðargæsluliðar heyra í störfum sínum erlendis einnig undir lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins vegna þeirra brota sem kveðið er á um í Rómarsarþykkt um dómstólinn”, firrir ekki íslenska ríkið frá skyldu sinni sem að ofan greinir. Þótt maður vilji vona að íslenskir friðargæsluliðar muni aldrei fremja stríðsglæpi, er að sjálfsögðu nauðsynlegt að tryggja að frumvarpið sé vandað og taki mið af skyldum Íslands á sviði mannúðarréttar. Því legg ég til að þriðja setning í 5. gr. frumvarpsins breytist og verði: “Slík sakamál skulu rekin fyrir íslenskum dómstólum í samræmi við almennar reglur opinbers réttarfars sem og í samræmi við refsiákvæði alþjóðlegs mannúðarréttar.” * Athugasemd við 6. grein frumvarpsins Greinin falli niður. Samkvæmt almennum hegningarlögum mega dómstólar taka tillit til leyfilegrar neyðarvarnar. Slíkt ætti að duga. Það er ástæðulaust að veita friðargæsluliðum, sem er ekki ætlað að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum, aukið svigrúm til ofbeldisverka með því að veita þeim þessa tilteknu réttarvernd. Slík réttarvernd gæti jafnvel orðið til þess að ýta undir kæruleysi í meðferð vopna. * Athugasemd við 7. grein frumvarpsins Þagmælskuákvæði frumvarpsins eru ekki í samræmi við lýðræðisvenjur og við þær kröfur til gagnsæis um störf opinberra aðila. Flest ódæðisverk ríkisstjórna eru unnin fyrir luktum dyrum og í trausti þess að opinberir aðilar þori ekki að uppljóstra um brotin. Opinberum aðilum, án tillits til starfs, verða að geta uppljóstrað um ólögmæta eða refsiverða háttsemi sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu. Meðan engin lög eru til á Íslandi um réttarvernd uppljóstrunar (“whistle-blowing”), er nauðsynlegt að tryggja sérákvæði um réttarvernd uppljóstrara í einstökum lögum. Því legg ég til að við 7. gr. frumvarpsins bætist: “Reglur um skyldur til þagmælsku ná ekki til vitneskju sem friðargæsluliðar fá í starfi sínu og sem bendir til þess að brot á almennum hegningarlögunum eða brot á alþjóða sakarétti hafi verið framin. "

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …