BREYTA

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

althingishusid 01Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan málaflokk vel og sendi nefndasviði þingsins athugasemdir við frumvarpið. Athugasemdir hans birtast hér á eftir: * * * Elías Davíðsson, kt. 230141-6579 Hörpugata 14 101 Reykjavík 15. febrúar 2007 Athugasemdir með frv. til laga um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu. * Athugasemd við 2. grein frumvarpsins Hvergi í frumvarpinu kemur fram hvernig íslensk stjórnvöld, eða Utanríkisráðuneytið metur lögmæti þeirra aðgerða sem greint er frá í 1. grein frumvarpsins. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi er Utanríkisráðuneytinu heimilt að ákveða friðargæsluverkefni (sbr. 2. gr. frumvarpsins) án tillits til þess hvort það verkefni stuðli að ólögmætum hernaðaraðgerðum, ólögmætu hernámi eða öðrum brotum á þjóðarétti. Sem dæmi má nefna að hernaður NATO gegn Serbíu árið 1999, árásarstríð Bandaríkjanna gegn Afganistan árið 2001 og árásarstríð Bandaríkjanna gegn Írak árið 2003, voru ólögmætar aðgerðir að þjóðarétti. Þær voru brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þær uppfylltu hvorki skilyrði um sjálfsvörn né um heimild Öryggisráðsins til hernaðar. Með því að heimila friðargæsluverkefni á svæðum sem hernumin voru með ólögmætum hætti, grefur Utanríkisráðuneytið undan meginreglum þjóðaréttar og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík niðurrifsstarfsemi stuðlar ekki að friði og samrýmist því ekki meginmarkmiðum frumvarpsins. Ég legg því til að við 2. gr. frumvarpsins bætist eftirfarandi ákvæði fyrir aftan “Utanríkisráðherra ákveður friðargæsluverkefni hverju sinni og hefur samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar við á.”: “Friðargæsluverkefni skal ekki starfrækja á svæðum sem hernumin voru í trássi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við upphaf hvers friðargæsluverkefnis leggur Utanríkisráðuneytið fram skýrslu um tilgang, umfang, tímalengd og lögmæti verkefnisins í ljósi þjóðaréttar.” * Athugasemd við 5. grein frumvarpsins Genfarsamningarnir frá 12. ágúst 1949 og viðaukar þeirra frá árinu 1977 gilda um vopnuð átök. Ísland er aðili að þessum samningum og ber að framfylgja ákvæðum þeirra. Ríkjum er skylt að setja löggjöf gegn stríðsglæpum og lögsækja einstaklinga innan eigin lögsögu sem kynnu að hafa framið stríðsglæpi, en skilgreiningar á stríðsglæpum finnast í samningunum og viðaukum þeirra. Aðild Íslands að Alþjóða sakamáladómstólnum og sú staðreynd að “íslenskir friðargæsluliðar heyra í störfum sínum erlendis einnig undir lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins vegna þeirra brota sem kveðið er á um í Rómarsarþykkt um dómstólinn”, firrir ekki íslenska ríkið frá skyldu sinni sem að ofan greinir. Þótt maður vilji vona að íslenskir friðargæsluliðar muni aldrei fremja stríðsglæpi, er að sjálfsögðu nauðsynlegt að tryggja að frumvarpið sé vandað og taki mið af skyldum Íslands á sviði mannúðarréttar. Því legg ég til að þriðja setning í 5. gr. frumvarpsins breytist og verði: “Slík sakamál skulu rekin fyrir íslenskum dómstólum í samræmi við almennar reglur opinbers réttarfars sem og í samræmi við refsiákvæði alþjóðlegs mannúðarréttar.” * Athugasemd við 6. grein frumvarpsins Greinin falli niður. Samkvæmt almennum hegningarlögum mega dómstólar taka tillit til leyfilegrar neyðarvarnar. Slíkt ætti að duga. Það er ástæðulaust að veita friðargæsluliðum, sem er ekki ætlað að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum, aukið svigrúm til ofbeldisverka með því að veita þeim þessa tilteknu réttarvernd. Slík réttarvernd gæti jafnvel orðið til þess að ýta undir kæruleysi í meðferð vopna. * Athugasemd við 7. grein frumvarpsins Þagmælskuákvæði frumvarpsins eru ekki í samræmi við lýðræðisvenjur og við þær kröfur til gagnsæis um störf opinberra aðila. Flest ódæðisverk ríkisstjórna eru unnin fyrir luktum dyrum og í trausti þess að opinberir aðilar þori ekki að uppljóstra um brotin. Opinberum aðilum, án tillits til starfs, verða að geta uppljóstrað um ólögmæta eða refsiverða háttsemi sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu. Meðan engin lög eru til á Íslandi um réttarvernd uppljóstrunar (“whistle-blowing”), er nauðsynlegt að tryggja sérákvæði um réttarvernd uppljóstrara í einstökum lögum. Því legg ég til að við 7. gr. frumvarpsins bætist: “Reglur um skyldur til þagmælsku ná ekki til vitneskju sem friðargæsluliðar fá í starfi sínu og sem bendir til þess að brot á almennum hegningarlögunum eða brot á alþjóða sakarétti hafi verið framin. "

Færslur

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsráðstefna SHA var haldin 27.-28. nóvember í Friðarhúsi. Á fundinum var kjörin ný miðnefnd samtakanna. …

SHA_forsida_top

Veisla ársins

Veisla ársins

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember. Um er að ræða hið …

SHA_forsida_top

Dagskrá landsfundar SHA

Dagskrá landsfundar SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember. Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, …

SHA_forsida_top

Fundað á Akureyri

Fundað á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Málsverður & setning landsráðstefnu

Málsverður & setning landsráðstefnu

Landsráðstefna SHA verður sett kl. 18 & fjáröflunarmálsverður Friðarhúss hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Föstudagur 27. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

Opinn félagsfundur Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK mánudaginn 16.nóvember kl. 19 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Efni …

SHA_forsida_top

Engin sátt um Nató

Engin sátt um Nató

Í íslenskri þjóðfélagsumræðu er oft látið að því liggja að almenn sátt sé um aðild …

SHA_forsida_top

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Ný stjórn Norðurlandsdeildar & ályktun

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Samtaka hernaðarandstæðinga var haldinn sl. fimmtudagskvöld. Góð stemning var á fundinum, þar sem …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um Friðaruppeldi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi verður haldinn í sal Zontaklúbbsins á Akureyri Aðalstræti 54 A, …

SHA_forsida_top

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Ályktun frá SHA: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa miklum vonbrigðum sínum vegna frétta af hugmyndum um stofnun …