BREYTA

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

althingishusid 01Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan málaflokk vel og sendi nefndasviði þingsins athugasemdir við frumvarpið. Athugasemdir hans birtast hér á eftir: * * * Elías Davíðsson, kt. 230141-6579 Hörpugata 14 101 Reykjavík 15. febrúar 2007 Athugasemdir með frv. til laga um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu. * Athugasemd við 2. grein frumvarpsins Hvergi í frumvarpinu kemur fram hvernig íslensk stjórnvöld, eða Utanríkisráðuneytið metur lögmæti þeirra aðgerða sem greint er frá í 1. grein frumvarpsins. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi er Utanríkisráðuneytinu heimilt að ákveða friðargæsluverkefni (sbr. 2. gr. frumvarpsins) án tillits til þess hvort það verkefni stuðli að ólögmætum hernaðaraðgerðum, ólögmætu hernámi eða öðrum brotum á þjóðarétti. Sem dæmi má nefna að hernaður NATO gegn Serbíu árið 1999, árásarstríð Bandaríkjanna gegn Afganistan árið 2001 og árásarstríð Bandaríkjanna gegn Írak árið 2003, voru ólögmætar aðgerðir að þjóðarétti. Þær voru brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þær uppfylltu hvorki skilyrði um sjálfsvörn né um heimild Öryggisráðsins til hernaðar. Með því að heimila friðargæsluverkefni á svæðum sem hernumin voru með ólögmætum hætti, grefur Utanríkisráðuneytið undan meginreglum þjóðaréttar og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík niðurrifsstarfsemi stuðlar ekki að friði og samrýmist því ekki meginmarkmiðum frumvarpsins. Ég legg því til að við 2. gr. frumvarpsins bætist eftirfarandi ákvæði fyrir aftan “Utanríkisráðherra ákveður friðargæsluverkefni hverju sinni og hefur samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar við á.”: “Friðargæsluverkefni skal ekki starfrækja á svæðum sem hernumin voru í trássi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við upphaf hvers friðargæsluverkefnis leggur Utanríkisráðuneytið fram skýrslu um tilgang, umfang, tímalengd og lögmæti verkefnisins í ljósi þjóðaréttar.” * Athugasemd við 5. grein frumvarpsins Genfarsamningarnir frá 12. ágúst 1949 og viðaukar þeirra frá árinu 1977 gilda um vopnuð átök. Ísland er aðili að þessum samningum og ber að framfylgja ákvæðum þeirra. Ríkjum er skylt að setja löggjöf gegn stríðsglæpum og lögsækja einstaklinga innan eigin lögsögu sem kynnu að hafa framið stríðsglæpi, en skilgreiningar á stríðsglæpum finnast í samningunum og viðaukum þeirra. Aðild Íslands að Alþjóða sakamáladómstólnum og sú staðreynd að “íslenskir friðargæsluliðar heyra í störfum sínum erlendis einnig undir lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins vegna þeirra brota sem kveðið er á um í Rómarsarþykkt um dómstólinn”, firrir ekki íslenska ríkið frá skyldu sinni sem að ofan greinir. Þótt maður vilji vona að íslenskir friðargæsluliðar muni aldrei fremja stríðsglæpi, er að sjálfsögðu nauðsynlegt að tryggja að frumvarpið sé vandað og taki mið af skyldum Íslands á sviði mannúðarréttar. Því legg ég til að þriðja setning í 5. gr. frumvarpsins breytist og verði: “Slík sakamál skulu rekin fyrir íslenskum dómstólum í samræmi við almennar reglur opinbers réttarfars sem og í samræmi við refsiákvæði alþjóðlegs mannúðarréttar.” * Athugasemd við 6. grein frumvarpsins Greinin falli niður. Samkvæmt almennum hegningarlögum mega dómstólar taka tillit til leyfilegrar neyðarvarnar. Slíkt ætti að duga. Það er ástæðulaust að veita friðargæsluliðum, sem er ekki ætlað að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum, aukið svigrúm til ofbeldisverka með því að veita þeim þessa tilteknu réttarvernd. Slík réttarvernd gæti jafnvel orðið til þess að ýta undir kæruleysi í meðferð vopna. * Athugasemd við 7. grein frumvarpsins Þagmælskuákvæði frumvarpsins eru ekki í samræmi við lýðræðisvenjur og við þær kröfur til gagnsæis um störf opinberra aðila. Flest ódæðisverk ríkisstjórna eru unnin fyrir luktum dyrum og í trausti þess að opinberir aðilar þori ekki að uppljóstra um brotin. Opinberum aðilum, án tillits til starfs, verða að geta uppljóstrað um ólögmæta eða refsiverða háttsemi sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu. Meðan engin lög eru til á Íslandi um réttarvernd uppljóstrunar (“whistle-blowing”), er nauðsynlegt að tryggja sérákvæði um réttarvernd uppljóstrara í einstökum lögum. Því legg ég til að við 7. gr. frumvarpsins bætist: “Reglur um skyldur til þagmælsku ná ekki til vitneskju sem friðargæsluliðar fá í starfi sínu og sem bendir til þess að brot á almennum hegningarlögunum eða brot á alþjóða sakarétti hafi verið framin. "

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Aðalsalur Friðarhúss er í útleigu vegna einkafundar.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Sigríður Kristinsdóttir, …

SHA_forsida_top

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn stríðinu í Írak á alþjóðlegum baráttudegi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15 Samtök herstöðvaandstæðinga Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Heimildarmyndin Uncovered - The War on Iraq verður sýnd í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Æsum til friðar

Æsum til friðar

Tónleikar á Gauknum 17. mars Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin - …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. …

SHA_forsida_top

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn …

SHA_forsida_top

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd …

SHA_forsida_top

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn …