BREYTA

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti á hugann við lestur nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið MMR hefur sent frá sér. Í könnuninni var spurt hvort íslensk stjórnvöld ættu að biðja Íraka opinberlega afsökunar á að hafa stutt hernaðaraðgerðir í Írak. Gleðilegt er að sjá að stór meirihluti þjóðarinnar – um 70% - er þeirrar skoðunar. Ekki er því eftir neinu að bíða fyrir ríkisstjórn Íslands en að senda frá sér yfirlýsingu þessa efnis. Þessi afdráttarlausa fordæming á stríðinu í Írak kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er í samræmi við fyrri kannanir. Hins vegar vekur sundurliðuð tölfræðin nokkra athygli, en hana má lesa hér. Ef svör fólks eru könnuð kemur í ljós að enginn munur er á afstöðu landsbyggðarfólks og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Aldur hefur sömuleiðis lítil áhrif á viðhorf fólks í þessu efni. Konur eru að andsnúnari stríðsrekstri en karlar eins og svo oft áður. Ef horft er til tekjudreifingar koma hins vegar sláandi tölur í ljós. Fólk með heimilistekjur undir 250 þúsund og á tekjubilinu 250-400 þúsund var eindregnast í hernaðarandstöðunni. 78% í báðum hópum vilja að stjórnvöld biðjist afsökunar en 22% svara því neitandi. Á hinum enda launaskalans er staðan hins vegar önnur. Í hópunum með heimilistekjur á bilinu 600-800 þúsund eða 800 þúsund og hærra, eru einungis 58% hlynnt afsökunarbeiðni en heil 42% eru á móti. Það er áhugavert rannsóknarefni hvað veldur því að stuðningur við dráp á fátæku fólki er svo miklu meiri meðal hátekjufólks en þeirra efnaminni. Er það ef til vill svo að siðferðisvitund manna brenglist við háar tekjur eða samsamar sá hópur sig frekar með risaveldinu sem varpar sprengjum á stríðshrjáð lönd en þeir sem minna hafa milli handanna? Spyr sá sem ekki veit. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …