BREYTA

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti á hugann við lestur nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið MMR hefur sent frá sér. Í könnuninni var spurt hvort íslensk stjórnvöld ættu að biðja Íraka opinberlega afsökunar á að hafa stutt hernaðaraðgerðir í Írak. Gleðilegt er að sjá að stór meirihluti þjóðarinnar – um 70% - er þeirrar skoðunar. Ekki er því eftir neinu að bíða fyrir ríkisstjórn Íslands en að senda frá sér yfirlýsingu þessa efnis. Þessi afdráttarlausa fordæming á stríðinu í Írak kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er í samræmi við fyrri kannanir. Hins vegar vekur sundurliðuð tölfræðin nokkra athygli, en hana má lesa hér. Ef svör fólks eru könnuð kemur í ljós að enginn munur er á afstöðu landsbyggðarfólks og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Aldur hefur sömuleiðis lítil áhrif á viðhorf fólks í þessu efni. Konur eru að andsnúnari stríðsrekstri en karlar eins og svo oft áður. Ef horft er til tekjudreifingar koma hins vegar sláandi tölur í ljós. Fólk með heimilistekjur undir 250 þúsund og á tekjubilinu 250-400 þúsund var eindregnast í hernaðarandstöðunni. 78% í báðum hópum vilja að stjórnvöld biðjist afsökunar en 22% svara því neitandi. Á hinum enda launaskalans er staðan hins vegar önnur. Í hópunum með heimilistekjur á bilinu 600-800 þúsund eða 800 þúsund og hærra, eru einungis 58% hlynnt afsökunarbeiðni en heil 42% eru á móti. Það er áhugavert rannsóknarefni hvað veldur því að stuðningur við dráp á fátæku fólki er svo miklu meiri meðal hátekjufólks en þeirra efnaminni. Er það ef til vill svo að siðferðisvitund manna brenglist við háar tekjur eða samsamar sá hópur sig frekar með risaveldinu sem varpar sprengjum á stríðshrjáð lönd en þeir sem minna hafa milli handanna? Spyr sá sem ekki veit. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 24. febrúar nk. Matseldinn verður í höndum Daníels Hauks Arnarssonar …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Íslenska sveitin eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir fáeinum misserum. …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Þrjár friðargöngur verða á Þorláksmessu. Í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Tvær þær fyrstnefndu …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, ath. breyttan tíma.

SHA_forsida_top

Fréttir frá landsfundi SHA

Fréttir frá landsfundi SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi 25.-26. nóvember. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum. Hana …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Rauður vettvangur í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur á vefsíðu

Endurbætur standa yfir á vefnum. Á næstu dögum mun síðan taka breytingum og meira efni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011

Landsfundur SHA 2011 verður haldinn 25.-26. nóvember í Friðarhúsi Dagskrá: Föstudagur 25. nóv. …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA

Fullveldisfögnuður SHA - fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, fös. 2. desember Glæsilegt jólahlaðborð í Friðarhúsi. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

Miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna, 12. mars 2016. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Félagsfundur MFÍK, mánudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður mánudaginn 14. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi. Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í …

SHA_forsida_top

Friðarmál

Friðarmál

Innrásin, stríðið, þáttur Íslands, mótmæli og fleira Iraq War - Wikipedia. Hér …

SHA_forsida_top

Menning á málsverði

Menning á málsverði

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn á föstudagskvöldið kl. 19. Auk lasagne-veislu þeirra Þorvalds Þorvaldssonar og Elíasar …

SHA_forsida_top

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Lasagne-veisla í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 4. nóvember nk. verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Að þessu sinni munu miðnefndarfulltúarnir Elías …

SHA_forsida_top

Málsverður 4. nóv.

Málsverður 4. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður ekki í kvöld, 28. okt., heldur að viku liðinni fös. 4. nóv. …