BREYTA

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti á hugann við lestur nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið MMR hefur sent frá sér. Í könnuninni var spurt hvort íslensk stjórnvöld ættu að biðja Íraka opinberlega afsökunar á að hafa stutt hernaðaraðgerðir í Írak. Gleðilegt er að sjá að stór meirihluti þjóðarinnar – um 70% - er þeirrar skoðunar. Ekki er því eftir neinu að bíða fyrir ríkisstjórn Íslands en að senda frá sér yfirlýsingu þessa efnis. Þessi afdráttarlausa fordæming á stríðinu í Írak kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er í samræmi við fyrri kannanir. Hins vegar vekur sundurliðuð tölfræðin nokkra athygli, en hana má lesa hér. Ef svör fólks eru könnuð kemur í ljós að enginn munur er á afstöðu landsbyggðarfólks og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Aldur hefur sömuleiðis lítil áhrif á viðhorf fólks í þessu efni. Konur eru að andsnúnari stríðsrekstri en karlar eins og svo oft áður. Ef horft er til tekjudreifingar koma hins vegar sláandi tölur í ljós. Fólk með heimilistekjur undir 250 þúsund og á tekjubilinu 250-400 þúsund var eindregnast í hernaðarandstöðunni. 78% í báðum hópum vilja að stjórnvöld biðjist afsökunar en 22% svara því neitandi. Á hinum enda launaskalans er staðan hins vegar önnur. Í hópunum með heimilistekjur á bilinu 600-800 þúsund eða 800 þúsund og hærra, eru einungis 58% hlynnt afsökunarbeiðni en heil 42% eru á móti. Það er áhugavert rannsóknarefni hvað veldur því að stuðningur við dráp á fátæku fólki er svo miklu meiri meðal hátekjufólks en þeirra efnaminni. Er það ef til vill svo að siðferðisvitund manna brenglist við háar tekjur eða samsamar sá hópur sig frekar með risaveldinu sem varpar sprengjum á stríðshrjáð lönd en þeir sem minna hafa milli handanna? Spyr sá sem ekki veit. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Síðastliðinn laugardag, 22. ágúst, reistu Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Nató níðstöng við Akureyrarflugvöll. Þórarinn Hjartarson …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi vegna aðflugsæfinga Nató við Akureyrarflugvöll. Í dag, fimmtudaginn 20. ágúst, …

SHA_forsida_top

Illur gestur: ályktun frá SHA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flutti eftirfarandi ávarp á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga að …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á kertafleytingu á Akureyri, 6. ágúst 2009, flutti Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur eftirfarandi ávarp: Kæru vinir, …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Á úlfurinn að vernda lambið? Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til mótmælastöðu við Akureyrarflugvöll …

SHA_forsida_top

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Bandaríska herveldið virðist hafa hörfað undan friðarvilja Norðlendinga. Aðflugsæfingum hefur a.m.k. verið frestað um óákveðinn …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting verður á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30: í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi lýsa furðu sinni á því að utanríkisráðherra þjóðarinnar skuli heimila aðflugsæfingar …

SHA_forsida_top

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6.ágúst 2009 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

frá fimmtudagur, júlí 23 2009 - 10:00 til laugardagur, júlí 25 2009 - 22:00 Hvern …

SHA_forsida_top

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

eftir Harald Ólafsson Því verður ekki trúað að óreyndu að verkalýðshreyfingin og þeir stjórnmálamenn sem …