BREYTA

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti á hugann við lestur nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið MMR hefur sent frá sér. Í könnuninni var spurt hvort íslensk stjórnvöld ættu að biðja Íraka opinberlega afsökunar á að hafa stutt hernaðaraðgerðir í Írak. Gleðilegt er að sjá að stór meirihluti þjóðarinnar – um 70% - er þeirrar skoðunar. Ekki er því eftir neinu að bíða fyrir ríkisstjórn Íslands en að senda frá sér yfirlýsingu þessa efnis. Þessi afdráttarlausa fordæming á stríðinu í Írak kemur í sjálfu sér ekki á óvart og er í samræmi við fyrri kannanir. Hins vegar vekur sundurliðuð tölfræðin nokkra athygli, en hana má lesa hér. Ef svör fólks eru könnuð kemur í ljós að enginn munur er á afstöðu landsbyggðarfólks og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Aldur hefur sömuleiðis lítil áhrif á viðhorf fólks í þessu efni. Konur eru að andsnúnari stríðsrekstri en karlar eins og svo oft áður. Ef horft er til tekjudreifingar koma hins vegar sláandi tölur í ljós. Fólk með heimilistekjur undir 250 þúsund og á tekjubilinu 250-400 þúsund var eindregnast í hernaðarandstöðunni. 78% í báðum hópum vilja að stjórnvöld biðjist afsökunar en 22% svara því neitandi. Á hinum enda launaskalans er staðan hins vegar önnur. Í hópunum með heimilistekjur á bilinu 600-800 þúsund eða 800 þúsund og hærra, eru einungis 58% hlynnt afsökunarbeiðni en heil 42% eru á móti. Það er áhugavert rannsóknarefni hvað veldur því að stuðningur við dráp á fátæku fólki er svo miklu meiri meðal hátekjufólks en þeirra efnaminni. Er það ef til vill svo að siðferðisvitund manna brenglist við háar tekjur eða samsamar sá hópur sig frekar með risaveldinu sem varpar sprengjum á stríðshrjáð lönd en þeir sem minna hafa milli handanna? Spyr sá sem ekki veit. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …