BREYTA

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

43808 Reykjanesbaer kjarnorkaÁ liðnum árum hafa Samtök hernaðarandstæðinga haft forgöngu um að fá sveitarstjórnir til að lýsa því yfir að umferð og geymsla kjarnorku- og efnavopna sé bönnuð í viðkomandi sveitarfélögum. Erindi þetta hefur yfirleitt fengið góðar undirtektir og eru nú einungis fimm sveitarfélög sem eftir standa ófriðlýst. Fyrir helgi barst SHA svar frá bæjarráði Reykjanesbæjar þar sem tillögunni var hafnað. Meðfylgjandi bókun bæjarráðs er þó þess efnis að það hlýtur að vekja ýmsar áleitnar spurningar: Reykjanesbær telur málið ekki vera á sínu forræði þar sem innan bæjarmarkanna er m.a. flugverndarsvæði sem er á forræði Utanríkisráðuneytisins og vísar í fyrri afstöðu. Guðbrandur Einarsson situr hjá og vísar í fyrri afstöðu þar sem fram kemur stuðningur hans við erindi hernaðarandstæðinga. Svar þetta er athyglisvert fyrir ýmissa hluta sakir. Meirihluti bæjarráðs telur samkvæmt því að eðli þeirrar starfsemi sem rekin er á flugverndarsvæðinu sé þess eðlis að bæjarráð geti ekki gert samþykktir af neinu tagi um hvað þar má eða má ekki fara fram. Bæjarráð telur það ekki á verksviði sveitarfélagsins að segja til um hvort í bæjarlandinu kunni að vera geymd kjarnorkuvopn - slíkt sé einkamál Utanríkisráðuneytisins. Með bókun þessari verður enn ljósari en áður nauðsyn þess að Alþingi Íslendinga samþykki sérstaklega friðlýsingu landsins fyrir vopnum þessum - einkum og sér í lagi úr því að sum sveitarfélög telja sig ekki hafa heimildir til að amast við geymslu slíkra vopna í landi sínu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktun um brottför hersins

Ályktun um brottför hersins

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

SHA_forsida_top

Íslendingar hafni pyntingum

Íslendingar hafni pyntingum

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn stríðsæsingum

Ályktun gegn stríðsæsingum

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

SHA_forsida_top

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Sagan

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

SHA_forsida_top

Lög SHA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

SHA_forsida_top

Um SHA

Um SHA

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

SHA_forsida_top

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur SHA

Opinn miðnefndarfundur SHA

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …