BREYTA

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

43808 Reykjanesbaer kjarnorkaÁ liðnum árum hafa Samtök hernaðarandstæðinga haft forgöngu um að fá sveitarstjórnir til að lýsa því yfir að umferð og geymsla kjarnorku- og efnavopna sé bönnuð í viðkomandi sveitarfélögum. Erindi þetta hefur yfirleitt fengið góðar undirtektir og eru nú einungis fimm sveitarfélög sem eftir standa ófriðlýst. Fyrir helgi barst SHA svar frá bæjarráði Reykjanesbæjar þar sem tillögunni var hafnað. Meðfylgjandi bókun bæjarráðs er þó þess efnis að það hlýtur að vekja ýmsar áleitnar spurningar: Reykjanesbær telur málið ekki vera á sínu forræði þar sem innan bæjarmarkanna er m.a. flugverndarsvæði sem er á forræði Utanríkisráðuneytisins og vísar í fyrri afstöðu. Guðbrandur Einarsson situr hjá og vísar í fyrri afstöðu þar sem fram kemur stuðningur hans við erindi hernaðarandstæðinga. Svar þetta er athyglisvert fyrir ýmissa hluta sakir. Meirihluti bæjarráðs telur samkvæmt því að eðli þeirrar starfsemi sem rekin er á flugverndarsvæðinu sé þess eðlis að bæjarráð geti ekki gert samþykktir af neinu tagi um hvað þar má eða má ekki fara fram. Bæjarráð telur það ekki á verksviði sveitarfélagsins að segja til um hvort í bæjarlandinu kunni að vera geymd kjarnorkuvopn - slíkt sé einkamál Utanríkisráðuneytisins. Með bókun þessari verður enn ljósari en áður nauðsyn þess að Alþingi Íslendinga samþykki sérstaklega friðlýsingu landsins fyrir vopnum þessum - einkum og sér í lagi úr því að sum sveitarfélög telja sig ekki hafa heimildir til að amast við geymslu slíkra vopna í landi sínu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður

Janúarmálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00. …

SHA_forsida_top

Frásögn frá Kúrdistan

Frásögn frá Kúrdistan

Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er …

SHA_forsida_top

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á …

SHA_forsida_top

Raddir frá Íran

Raddir frá Íran

Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október. Matseldinn verður í höndum …

SHA_forsida_top

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að …

SHA_forsida_top

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Bjarki …

SHA_forsida_top

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Þegar ég fæddist fyrir nærri því 79 árum geisaði stríð í heiminum, grimmileg landvinningastyrjöld sem …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Efnt verður til kertafleytinga á fjórum stöðum þriðjudagskvöldið 9. ágúst, á Nagasakí-daginn, til að minnast …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Sjaldan eða aldrei hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum en nú. Friðarsinnar í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Friðaryfirlýsing

Friðaryfirlýsing

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2022

1. maí kaffi SHA 2022

Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var …