BREYTA

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

43808 Reykjanesbaer kjarnorkaÁ liðnum árum hafa Samtök hernaðarandstæðinga haft forgöngu um að fá sveitarstjórnir til að lýsa því yfir að umferð og geymsla kjarnorku- og efnavopna sé bönnuð í viðkomandi sveitarfélögum. Erindi þetta hefur yfirleitt fengið góðar undirtektir og eru nú einungis fimm sveitarfélög sem eftir standa ófriðlýst. Fyrir helgi barst SHA svar frá bæjarráði Reykjanesbæjar þar sem tillögunni var hafnað. Meðfylgjandi bókun bæjarráðs er þó þess efnis að það hlýtur að vekja ýmsar áleitnar spurningar: Reykjanesbær telur málið ekki vera á sínu forræði þar sem innan bæjarmarkanna er m.a. flugverndarsvæði sem er á forræði Utanríkisráðuneytisins og vísar í fyrri afstöðu. Guðbrandur Einarsson situr hjá og vísar í fyrri afstöðu þar sem fram kemur stuðningur hans við erindi hernaðarandstæðinga. Svar þetta er athyglisvert fyrir ýmissa hluta sakir. Meirihluti bæjarráðs telur samkvæmt því að eðli þeirrar starfsemi sem rekin er á flugverndarsvæðinu sé þess eðlis að bæjarráð geti ekki gert samþykktir af neinu tagi um hvað þar má eða má ekki fara fram. Bæjarráð telur það ekki á verksviði sveitarfélagsins að segja til um hvort í bæjarlandinu kunni að vera geymd kjarnorkuvopn - slíkt sé einkamál Utanríkisráðuneytisins. Með bókun þessari verður enn ljósari en áður nauðsyn þess að Alþingi Íslendinga samþykki sérstaklega friðlýsingu landsins fyrir vopnum þessum - einkum og sér í lagi úr því að sum sveitarfélög telja sig ekki hafa heimildir til að amast við geymslu slíkra vopna í landi sínu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Lasagne & grænmetisréttur

Lasagne & grænmetisréttur

Fjáröflunarmálsverður verður haldinn í Friðarhúsi föstudaginn 28. mars. Þorvaldur Þorvaldsson eldar lasagne og Harpa Stefánsdóttir …

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

28. febrúar síðastliðinn var lagt fyrir Alþingi Frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið mánudaginn 17. mars kl. 5

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið mánudaginn 17. mars kl. 5

Mótmælastaða verður við kínverska sendiráðið Víðimel 29 klukkan 5 í dag, 17. mars, til stuðnings …

SHA_forsida_top

Stríðinu verður að linna - útifundur á Ingólfstorgi 15. mars

Stríðinu verður að linna - útifundur á Ingólfstorgi 15. mars

Nokkur hundruð manns komu saman á Ingólfstorgi í dag, 15. mars í tilefni af alþjóðlegum …

SHA_forsida_top

15. mars – stíðinu verður að linna

15. mars – stíðinu verður að linna

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Sjá nánar Tillögur …

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Dagskrá Ávörp: Hjalti Hugason prófessor …

SHA_forsida_top

Munið 15. mars!

Munið 15. mars!

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13. Mótmælum stríðinu í Írak! Mótmælum hernaðarhyggju og heimsvaldastefnu! Stuðlum að …

SHA_forsida_top

Friðargæsluliðar til Afganistan - röng ákvörðun segir Morgunblaðið

Friðargæsluliðar til Afganistan - röng ákvörðun segir Morgunblaðið

Ákveðið hefur verið að senda fjóra friðargæsluliða frá Íslandi til Afganistan á næstunni til viðbótar …

SHA_forsida_top

8. mars kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

8. mars kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn …

SHA_forsida_top

Stöðvum fjöldamorðin á Gaza - útifundur á Lækjartorgi miðvikudaginn 5. mars kl. 12:15

Stöðvum fjöldamorðin á Gaza - útifundur á Lækjartorgi miðvikudaginn 5. mars kl. 12:15

Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Utanríkismálanefnd Alþingis sendi í síðasta mánuði Samtökum hernaðarandstæðinga til umsagnar frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga. Samtökin …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Ísland-Palestína

Stjórnarfundur Ísland-Palestína

Stjórn Íslands-Palestínu fundar í Friðarhúsi.