BREYTA

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

43808 Reykjanesbaer kjarnorkaÁ liðnum árum hafa Samtök hernaðarandstæðinga haft forgöngu um að fá sveitarstjórnir til að lýsa því yfir að umferð og geymsla kjarnorku- og efnavopna sé bönnuð í viðkomandi sveitarfélögum. Erindi þetta hefur yfirleitt fengið góðar undirtektir og eru nú einungis fimm sveitarfélög sem eftir standa ófriðlýst. Fyrir helgi barst SHA svar frá bæjarráði Reykjanesbæjar þar sem tillögunni var hafnað. Meðfylgjandi bókun bæjarráðs er þó þess efnis að það hlýtur að vekja ýmsar áleitnar spurningar: Reykjanesbær telur málið ekki vera á sínu forræði þar sem innan bæjarmarkanna er m.a. flugverndarsvæði sem er á forræði Utanríkisráðuneytisins og vísar í fyrri afstöðu. Guðbrandur Einarsson situr hjá og vísar í fyrri afstöðu þar sem fram kemur stuðningur hans við erindi hernaðarandstæðinga. Svar þetta er athyglisvert fyrir ýmissa hluta sakir. Meirihluti bæjarráðs telur samkvæmt því að eðli þeirrar starfsemi sem rekin er á flugverndarsvæðinu sé þess eðlis að bæjarráð geti ekki gert samþykktir af neinu tagi um hvað þar má eða má ekki fara fram. Bæjarráð telur það ekki á verksviði sveitarfélagsins að segja til um hvort í bæjarlandinu kunni að vera geymd kjarnorkuvopn - slíkt sé einkamál Utanríkisráðuneytisins. Með bókun þessari verður enn ljósari en áður nauðsyn þess að Alþingi Íslendinga samþykki sérstaklega friðlýsingu landsins fyrir vopnum þessum - einkum og sér í lagi úr því að sum sveitarfélög telja sig ekki hafa heimildir til að amast við geymslu slíkra vopna í landi sínu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …