BREYTA

Athyglisverð viðbrögð frá Reykjanesbæ

43808 Reykjanesbaer kjarnorkaÁ liðnum árum hafa Samtök hernaðarandstæðinga haft forgöngu um að fá sveitarstjórnir til að lýsa því yfir að umferð og geymsla kjarnorku- og efnavopna sé bönnuð í viðkomandi sveitarfélögum. Erindi þetta hefur yfirleitt fengið góðar undirtektir og eru nú einungis fimm sveitarfélög sem eftir standa ófriðlýst. Fyrir helgi barst SHA svar frá bæjarráði Reykjanesbæjar þar sem tillögunni var hafnað. Meðfylgjandi bókun bæjarráðs er þó þess efnis að það hlýtur að vekja ýmsar áleitnar spurningar: Reykjanesbær telur málið ekki vera á sínu forræði þar sem innan bæjarmarkanna er m.a. flugverndarsvæði sem er á forræði Utanríkisráðuneytisins og vísar í fyrri afstöðu. Guðbrandur Einarsson situr hjá og vísar í fyrri afstöðu þar sem fram kemur stuðningur hans við erindi hernaðarandstæðinga. Svar þetta er athyglisvert fyrir ýmissa hluta sakir. Meirihluti bæjarráðs telur samkvæmt því að eðli þeirrar starfsemi sem rekin er á flugverndarsvæðinu sé þess eðlis að bæjarráð geti ekki gert samþykktir af neinu tagi um hvað þar má eða má ekki fara fram. Bæjarráð telur það ekki á verksviði sveitarfélagsins að segja til um hvort í bæjarlandinu kunni að vera geymd kjarnorkuvopn - slíkt sé einkamál Utanríkisráðuneytisins. Með bókun þessari verður enn ljósari en áður nauðsyn þess að Alþingi Íslendinga samþykki sérstaklega friðlýsingu landsins fyrir vopnum þessum - einkum og sér í lagi úr því að sum sveitarfélög telja sig ekki hafa heimildir til að amast við geymslu slíkra vopna í landi sínu. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

-Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30 Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á …

SHA_forsida_top

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Þann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Leikið um 3ja sæti

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. …

SHA_forsida_top

Var þörf á varnarliði?

Var þörf á varnarliði?

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 ÞEGAR bandaríski herinn birtist …

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

1. Segjum upp herstöðvasamningnum! Allt frá því að herstöðvasamningurinn var gerður árið 1951 hefur þjóðin …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi …

SHA_forsida_top

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

eftir Sverri Jakobsson (Dagfari 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39) Herstöð við …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra …

SHA_forsida_top

Fræðsluerindi SHA

Fræðsluerindi SHA

Elías Davíðsson heldur erindi á almennum félagsfundi SHA um blóði drifinn forsetaferil George Bush eldri.

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit