BREYTA

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök herstöðvaandstæðinga voru í hópi þeirra félaga sem létu þar til sín taka, eins og fram hefur komið. Fulltrúi SHA í pallborðsumræðum var Einar Ólafsson, ritari samtakanna. Nokkra athygli vakti í umræðunum að Þorsteinn Pálsson, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í endurskoðunarnefndinni, vék sérstaklega að tillögum SHA þess efnis að bundið yrði í stjórnarskrá að Ísland mætti ekki segja öðrum þjóðum stríð á hendur. Að mati Þorsteins væri slíkt ákvæði of "heftandi" fyrir stjórnvöld. Það er afar merkileg yfirlýsing frá fyrrum forsætisráðherra Íslands að mikilvægt sé að stjórnvöld geti gerst aðilar að stríði og að óæskilegt sé að setja skorður við slíku í undirstöðulögum þjóðarinnar. Nú kann það vel að vera skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefndinni að Íslendingar eigi að blanda sér í hernaðarátök í heiminum með beinni hætti en verið hefur í framtíðinni. Ef sú er raunin, hljóta Sjálfstæðismenn hins vegar að beita sér fyrir því að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um það hvernig standa skuli að slíkum stríðsyfirlýsingum - enda mun vandfundin sú stjórnarskrá í veröldinni sem ekki felur í sér ákvæði um hvernig fara skuli með það vald. Hætt er þó við að þessi afstaða Þorsteins Pálssonar njóti lítils stuðnings landsmanna. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …

SHA_forsida_top

Opið hús á Menningarnótt

Opið hús á Menningarnótt

SHA bjóða í heimsókn á Menningarnótt í Reykjavík. Friðarhús, Njálsgötu 87, verður opið gestum …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Nagasaki

Kveðja frá Nagasaki

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kveðja frá Hiroshima

Kveðja frá Hiroshima

Á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst sl. flutti Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Kertafleytingar: Reykjavík 9. ágúst & Akureyri 11. ágúst

Hin árlega kertafleyting í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 9.ágúst. Verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Kertafleytingar á fjórum stöðum

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

Vinstri stjórnin og NATO

Vinstri stjórnin og NATO

Hnattvætt vestrænt auðvald rekur grimma og sívaxandi hernaðarstefnu gegn öðrum heimshlutum, gegn öllum sem þvælast …

SHA_forsida_top

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Fundur um byltinguna í Egyptalandi

Þriðjudagskvöldið 5. júlí kl. 20 verður haldinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, á vegum …

SHA_forsida_top

Mótmæli sem hitta í mark

Mótmæli sem hitta í mark

Föstudaginn 1. júlí kl. 12 mun Claudio Bisogniero, varaframkvæmdastjóra Nató halda erindi í Öskju, náttúrufræðihúsi …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Ísland-Palestína í Friðarhúsi, miðvikudag

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir spjallkvöldi í Friðarhúsinu (Njálsgötu 87, 101 Reykjavík) næstkomandi miðvikudagskvöld, klukkan 20.00. …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Félagsundur Félagsins Ísland-Palestína.

SHA_forsida_top

Herinn, skólarnir og siðleysið

Herinn, skólarnir og siðleysið

Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu Mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis að bannað sé að halda kynningarfundi …

SHA_forsida_top

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vill Árvakur fá þig í herinn?

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um tilraunir norskra hernaðaryfirvalda til að skrá íslensk ungmenni í herinn, er …

SHA_forsida_top

Norski herinn og karlablöðin

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er …

SHA_forsida_top

Stríðsfréttir

Stríðsfréttir

Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. …