BREYTA

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök herstöðvaandstæðinga voru í hópi þeirra félaga sem létu þar til sín taka, eins og fram hefur komið. Fulltrúi SHA í pallborðsumræðum var Einar Ólafsson, ritari samtakanna. Nokkra athygli vakti í umræðunum að Þorsteinn Pálsson, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í endurskoðunarnefndinni, vék sérstaklega að tillögum SHA þess efnis að bundið yrði í stjórnarskrá að Ísland mætti ekki segja öðrum þjóðum stríð á hendur. Að mati Þorsteins væri slíkt ákvæði of "heftandi" fyrir stjórnvöld. Það er afar merkileg yfirlýsing frá fyrrum forsætisráðherra Íslands að mikilvægt sé að stjórnvöld geti gerst aðilar að stríði og að óæskilegt sé að setja skorður við slíku í undirstöðulögum þjóðarinnar. Nú kann það vel að vera skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefndinni að Íslendingar eigi að blanda sér í hernaðarátök í heiminum með beinni hætti en verið hefur í framtíðinni. Ef sú er raunin, hljóta Sjálfstæðismenn hins vegar að beita sér fyrir því að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um það hvernig standa skuli að slíkum stríðsyfirlýsingum - enda mun vandfundin sú stjórnarskrá í veröldinni sem ekki felur í sér ákvæði um hvernig fara skuli með það vald. Hætt er þó við að þessi afstaða Þorsteins Pálssonar njóti lítils stuðnings landsmanna. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Leynd og lausir endar

Leynd og lausir endar

Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður skrifar á heimasíðu sinni 2. október: Herinn er farinn. 55 ára …

SHA_forsida_top

Umræður á Alþingi um varnarmál

Umræður á Alþingi um varnarmál

Miðvikudaginn 4. október flutti forsætisráðherra munnlega skýrslu á Alþingi um varnarmál sem síðan var til …

SHA_forsida_top

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, haldinn 28. september 2006, fagnar því að bandaríska …

SHA_forsida_top

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Þjóðarhreyfingin hélt fund 1. október síðastliðinn til að fagna brottför hersins. Á fundinum voru ræðumenn …

SHA_forsida_top

Plógjárn úr sverðum...

Plógjárn úr sverðum...

Um framtíð Keflavíkurflugvallar Þessi grein séra Halldórs Reynissonar birtist í Morgunblaðinu 3. október og …

SHA_forsida_top

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja í Friðarhúsi óformlegt erindi um …

SHA_forsida_top

Undirlægjuhættinum linni

Undirlægjuhættinum linni

Erindi flutt á fundi herstöðvaandstæðinga á Ísafirði, sem haldinn var til að fagna brottför bandaríska …

SHA_forsida_top

Suðurnesjaferð SHA

Suðurnesjaferð SHA

SHA skipuleggja rútuferð að herstöðvarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli undir leiðsögn - og fagna brottför hersins.

SHA_forsida_top

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Í dag, sunnudaginn 1. október, fór hópur herstöðvaandstæðinga um Suðurnes til að sannreyna að bandaríski …

SHA_forsida_top

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Allir velkomnir. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Amal Tamimi segir frá daglegu lífi á …

SHA_forsida_top

Kræsingar í Friðarhúsi

Kræsingar í Friðarhúsi

Hinar mánaðrlegu fjáröflunarmáltíðir Friðarhúss hefjast á ný eftir sumarið fös. 29. september. Borðhald hefst …

SHA_forsida_top

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi sl. laugardag: Aðalfundur Kjördæmisráðs …