BREYTA

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus eru hörmuleg eins og stríðsrekstur ævinlega er. Það eru saklausir borgarar sem líða og falla fyrir sprengjum og skotárásum á báða bóga. Það er því brýnt að stöðva átökin milli Georgíu og Rússlands og koma á vopnahléi til að unnt verði að leita pólitískra lausna á deilunni. Skyggnst í söguna Á Vesturlöndum er sú skoðun almenn að hér séu Rússar með enn einn yfirganginn gegn litlu ríki, Georgíu, sem vill treysta sjálfstæði sitt í sessi. Það er líka sú mynd sem stjórnvöld hér vestra og fjölmiðlar draga gjarnan upp, það er jú ósköp þægilegt að hafa óvin eins og Rússa til að benda á og gera að blóraböggli. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins er hér engin undantekning. En það getur verið hollt að skyggnast bak við tjöldin, skoða söguna og bera saman við önnur dæmi sem geta haft þýðingu gagnvart þeirri deilu sem uppi er í Kákasus. Vitaskuld er unnt að setja þessa deilu í það samhengi að hún snúist um hugsanlega aðild Georgíu að NATO og hernaðarlegar afleiðingar þess fyrir Rússa, það er hægt að nefna olíuna sem leidd er í gegnum þetta svæði o.fl. Átökin á Balkanskaga snerust á sinn hátt líka um yfirráð stórvelda, stöðu þeirra í alþjóðastjórnmálum og viðskiptum. Stríðsreksturinn í Írak nú og fyrr sömuleiðis. Og því miður hneigjast menn til að horfa eingöngu á þetta yfirborð. Arfleifð Stalíns Sjálfsstjórnarhéruðin Suður-Ossetía og Abkhasía liggja innan landamæra Georgíu eins og þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Þess er nú krafist að þau landamæri séu virt. Á hitt er að líta að þarna búa þjóðir sem vilja sjálfstæði, hafa eigin menningu, sögu og tungumál. Og þær hafa verið þvingaðar undir georgísk yfirráð. Barátta þeirra fyrir því að ráða sér sjálfar er ekki ný af nálinni. Rússeska keisaradæmið fór með hernaði gegn þeim á 19. öld. Í kjölfar rússnesku byltingarinnar stofnuðu Menshevíkar sjálfstætt ríki Georgíu þar sem Abkhazía var hluti en áttu í miklum erjum við íbúana sem kærðu sig ekkert um þá tilhögun. Þegar Georgía samdi um aðild sína að Sovétríkjunum varð t.d. Abkhazía sjálfstætti lýðveldi í tengslum við Georgíu. Það var hins vegar ákvörðun Jósefs Stalíns að þessi sjálfsstjórnarhéruð yrðu hluti af Sovétlýðveldinu Georgíu. Og í kjölfarið hóf sá illræmdi Lavrentíj Bería, yfirmaður KGB, að skipuleggja fólksflutninga, m.a. að flytja Georgíumenn til héraðanna. Það er við þessa arfleifð stjórnar Stalíns sem þjóðirnar eru m.a. að berjast í dag. Og það er í raun skömm að því að Vesturlönd skuli ekki sýna þessum þjóðum stuðning við að brjótast undan stalínismanum ef svo má að orði komast. Sjálfsákvörðunarréttur – sjálfsögð mannréttindi Ossetar og Abkhasar eru ekki Georgíumenn. Eiga raunar lítið sameiginlegt með þeim nema hin formlegu landamæri. Suður-Ossetar eru hluti af stærri þjóð, þar sem meirihlutinn býr í Norður-Ossetíu sem tilheyrir Rússlandi. Meirihluti þessara þjóða ber rússneskt ríkisfang. Það er hægt að gera lítið úr því og segja að Rússar hafi útbýtt vegabréfum til þeirra sem það vildu hafa. Hin hliðin á þeim peningi er auðvitað spurningin hvers vegna Georgíustjórn hefur ekki veitt þessum þjóðum sjálfsögð borgaraleg réttindi eins og ríkisfang? (Ég hef hér ekkert minnst á þriðja sjálfsstjórnarhéraðið í Georgíu, Adjaríu, þar sem það hefur ekki dregist inn í þessi átök.) Burtséð frá því hvar menn kunna að standa í deilum stórveldanna, með eða móti NATO eða ESB o.s.frv., þá stendur í mínum huga eftir spurningin um sjálfsákvörðunarrétt ossetísku og abkhösku þjóðanna. Er réttur þeirra annar og minni en til dæmis Albana í Kosovo? Eða hver yrði afstaða okkar ef Færeyingar lýstu yfir sjálfstæði? Það er fyrst og fremst vanvirða og lítilsvirðing við þessar þjóðir að horfa fram hjá áralangri baráttu þeirra fyrir sjálfsákvörðunarrétti en beina sjónum þess í stað aðallega að átökum stjórveldanna, framferði Rússa, hagsmunum NATO og Bandaríkjanna. Um það allt má vissulega margt segja og flest heldur miður. En eftir standa hagsmunir þjóða, sem eiga sína djúpu og ríku sögu og menningu, og sem vilja berjast fyrir sjálfstæði sínu. Það myndi sæma betur öllum þeim sem vilja berjast fyrir mannréttindum og lýðræði að taka málstað þessara þjóða og leita pólitískra lausna sem tryggja rétt þeirra til að ráða málum sínum sjálfar.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í úleigu

Friðarhús í úleigu

Friðarhús er í útleigu v. einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í …

SHA_forsida_top

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars, fimmtudagur. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína

Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu …

SHA_forsida_top

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Safnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Samkoma á baráttudegi kvenna 8. mars undirbúin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar Matseðill: Karrí kjúklingasúpa Pastasalat Hrísgrjónaréttur Nýbökuð brauð og hummus Unnur …

SHA_forsida_top

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK, haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur orðið við hvatningu Samtaka hernaðarandstæðinga og …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur í Friðarhúsi fyrir samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.