BREYTA

Aumur feluleikur stjórnvalda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag sem stefnir að því að festa enn í sessi hernaðarumsvif Bandaríkjahers á Íslandi. Samkomulagið opnar á sameiginlegar heræfingar, víkur að viðveru kafbátaleitarvéla á Keflavíkurflugvelli og miðar við aukið æfingarflug orrustuþota, svokallaða loftrýmisgæslu. Það segir sína sögu um samkomulag þetta að tilkynnt er um það á hásumri, þegar ljóst er að þjóðfélagsumræða er í lágmarki. Er það augljóst merki um að ráðamenn geri sér fyllilega grein fyrir því hversu óvinsælar þessar ráðstafanir eru. Samtök hernaðarandstæðinga árétta andstöðu sína við hernaðarumsvif á Íslandi og hvers kyns heræfingar. Jafnframt minna þau á þá stefnu að Varnarsamningnum við Bandaríkin skuli sagt upp.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …