BREYTA

Ávarp Birnu Þórðardóttur á Ingólfstorgi í Reykjavík í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Friðarins fólk! Stórt orð friður Fyrir 40 árum – tæpum – hitti ég Mohamed – kannski hét hann ekki Mohamed – skiptir engu. Mohamed var frá Palestínu – hafði búið í flóttamannabúðum frá 1948 – fimm árum eldri en ég - rekinn í flóttamannabúðir með foreldrum sínum - 48 stundir fengu þau til að komast útfyrir sjálfskipuð landamæri Ísraelsríkis – svonefnds. Ríkis sem stofnað var – til að samviska V-Evrópu fengi frið og gæti losað sig undan gyðingadraugi nasismans. Samviska ráðamanna Íslands á þeim tíma hreinsaðist einnig, þeir urðu fyrstir til að viðurkenna hið nýja ríki. Enda höfðu þeir neitað að taka við flóttamönnum – gyðingum – hingað til lands – þau sem björguðust undan brottflutningi héðan voru flest hver konur sem giftust heiðarlegum Íslendingum sér til lífsbjargar – að hluta – kannski og vonandi hefur ástin einnig komið til – en ráðslagið var ekki ráðamanna. Þannig að þeir fengu sína samviskuhreinsun. Já, samviska stríðsgróðamanna fékk frið. Og síðan hefur ófriður ríkt í Mið-Austurlöndum, vegna þess að friður getur ekki byggt á óréttlæti. Friður getur ekki byggt á því að múra Palestínumenn inni í eigin landi. Við undirbúning þessa ávarps spurði ég vinkonur mínar: Hvað er friður? Friður er draumur - sagði ein. Friður fæst verði hætt að framleiða og selja vopn – sagði önnur. Ráðamenn uppdubbaðra heimsvelda hafa löngum notað aðferðir Rómverja að deila og drottna: Corrumpe et impera! Og hefur gefist vel – þarf skammt að líta til að sjá merkin. Í Höndum og orðum Sigfúsar Daðasonar segir:
    Fyrrum var sagt: þú skalt sundra og drottna síðan – en vér höfum nýtt og ljúfmannlegra boðorð. Vort boðorð er stórfenglegt einfalt og snjallt og tært eins og sjálft dagsljósið. Drottnun er ekki samræmanleg vorum hugsjónum: undirokaðar þjóðir eiga sér öruggan samastað í hjarta voru. Vér berum friðarorð sundruðum og vér flytjum huggun fátækum. Vér erum málsvarar frelsis: frjálslyndi vort er svo yfirtak víðtækt að það krefst frelsis handa kúgaranum friðar handa rústunum lífsréttar handa dauðanum.
Svo mælti skáldið Sigfús. Í Írak hafa hersveitir friðarins kastað friðarbombum síðustu árin - með samþykki ríkisstjórnar Íslands – og gildir þá einu hver með ráðherradóminn fer eða hvert kynið er – friðsemd stjórnvalda okkar eru fá takmörk sett – innanlands sem utan. Flísasprengjur – klasasprengjur – jarðsprengjur - dúndursprengjur – sprengjur – drepa! – drepa allt í friðarins nafni – og gróðans. Það er málið – gróðans, þar sem allt er leyft í frelsisins nafni. Undarlegt orð friður! Friður er að segja – ekki þegja! Friður er að standa upp – ekki lúffa! Friður felst ekki í því að horfa í gaupnir sér – heldur aðhafast – gera – vera og þora. Hafast það að, að þola ekki órétt, þola ekki að sumir safni auði með augun rauð – meðan aðra brauðið vantar – þar mun enginn friður ríkja. Og hér – hér norður undir baugi heimskauts - hafa gengið og ganga lausir varúlfar og varmenni – hér ríkir enginn friður. Sátt getur aldrei orðið um það að fólk sé borið út af heimilum sínum, vegna ráðslags stjórnmálamanna og þeirra legáta – allra síst á tímum er aðrir hafa svo stórt um sig að halda má að ístrum og undirhökum sé safnað til að fylla upp í plássið! Friður felst ekki í undirgefni – heldur virðingu gagnkvæmri okkar á milli – manneskjanna. Friður getur ekki byggt á hroka – hrokinn sem upphafning eigin sjálfs er ekki góður grunnur að byggja á. Friður á ekki rætur í forsetaembætti sem talar ofan frá og samsamar sig þotuliði heimsins. Stjórnvöld sem valdið hafa ófriði geta ekki leitt til friðar. „O, ætli rauðsmýringum verði skotaskuld úr því að tapa því sem þér fá léð, bara ef þeir sjá sér hag í því,“ skrifaði Halldór Kiljan Laxness fyrir ríflega sjötíu árum. Nei – Rauðsmýringum varð engin skotaskuld úr því – ekki fremur en lukkuriddurum dagsins sem hefur tekist svo dáindis vel að græða á því að tapa öllu sem þeir fengu léð af okkur – múgamönnum. Og meðan lukkuriddarar ganga lausir verður enginn friðurinn – meðan stjórnvöld styðjast við og styðja lukkuriddara – verður enginn friður.
    „rennur blóð eftir slóð og dilla ég þér jóð,“
segir um Gunnvöru er samning gerði við Kólumkilla á sínum tíma – enn er verið að gera samninga við Kólumkilla – en það er okkar að rifta þeim – hvort heldur um er að ræða samninga um beina og óbeina þátttöku í hernaði gegn öðrum - eða okkur sjálfum - eða landinu sem við byggjum og eigum að gæta fyrir afkomendur okkar
    „Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra,“
segir skáldið Sigfús í Höndum og orðum – minnumst þess – rjúfum hina sjálfgerðu fjötra – sem og aðra! Fjötralaus erum við alls megnug til að ná friði – við þurfum ekki sprengjur – í mesta lagi einn skó – eða jafnvel tvo – sem við getum gripið til – í ítrustu neyð! Birna Þórðardóttir framkvæmdastjóri Menningarfylgdar Birnu ehf. Veffang: www.birna.is Netfang: birna@birna.is

Færslur

SHA_forsida_top

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. Glæsilegt hlaðborð: * Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og …

SHA_forsida_top

Jemen: týnda stríðið

Jemen: týnda stríðið

Félagsfundur SHA mánudaginn 23. nóv. kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Harðvítugt borgarastríð geisar nú …

SHA_forsida_top

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

  Félagsfundur í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 19.nóv. kl. 20 Stöðugt dynja á okkur fréttir af málefnum …

SHA_forsida_top

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil …

SHA_forsida_top

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Þórarinn Hjartarson flutti meðfylgjandi erindi þann 17. október sl. Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem …

SHA_forsida_top

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Opinn fundur í Friðarhúsi laugardaginn 17. október kl. 14. Tengist flóttamannastraumurinn til Evrópu endurnýjaðri …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður

Friðarmálsverður

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 25. september. Harpa Stefánsdóttir og Ármann Gunnarsson …

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld

Nýliðakvöld

Þriðjudaginn 15. september kl. 20 verður haldið nýliðakvöld Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsinu. Þar gefst nýjum …

SHA_forsida_top

Búum til þúsund pappírströnur!

Búum til þúsund pappírströnur!

Margir hafa vafalítið heyrt söguna af Sadako Sasaki, japönsku stúlkunni sem var fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar í …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Friðarhús verður opið á Menningarnótt Reykjavíkur þann 22. ágúst n.k. frá kl. 13 til 16. …

SHA_forsida_top

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Valgerður H. Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Kæru …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og friðarsinni flutti eftirfarandi ávarp við Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Ágæta …