BREYTA

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar,

Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki aðskildar svo vel sé. Og það er áhyggjuefni að lýðræði á undir högg að sækja víða í heiminum og jafnvel hér innanlands. Þegar einn valdamesti maður heims reynir að hlutast til um kosningar, þegar minnihlutahópar eru fangelsaðir og þaggaðir, þegar skipan dómara er pólitísk og þegar fjölmiðlar eru múlbundnir er hætta á ferð. Þá er ekki einungis verið að vega að trausti og undirstöðum lýðræðisins heldur svipta fólk möguleika á áhrifum og réttum upplýsingum til að taka ákvarðanir. Því það er ekkert sem skapar ófrið eins og þegar misfarið er með völd. Það er því hið eilífa verkefni í stóru og smáu að gæta þess að allir hafi rödd og þegar orðin og aflið nær ekki í gegn þá þarf að ljá þeim veikradda rödd.

Þetta er jafn satt inni á heimilum eins og í stærsta samhenginu. Ég hef notið þeirra forréttinda að ferðast til Palestínu í tvígang og hitta þar fólk sem berst fyrir frelsi og gegn kúgun. Að vera í návígi við kerfisbundna niðurlægingu heillar þjóðar þar sem markvisst er dregið úr möguleikum til sjálfsbjargar á hverjum degi setur valdníðslu í alveg nýtt samhengi. Fólk er svipt heimilum sínum, gert erfitt fyrir að vinna og sjá fyrir sér og örlög heillar þjóðar er ekki í höndum hennar sjálfrar heldur herveldis með stuðningi stóra bróður í vestri. Það sem heillaði mig mest er staðfesta allra sem ég hitti í Palestínu að leita friðsamlegra lausna og há friðsamlega frelsisbaráttu. Því þó reynt sé að draga upp mynd af hryðjuverkamönnum í hverju horni í Palestínu þá er sannleikurinn sá að gríðarleg orka fer í að kenna börnum um frið og reyna að koma í veg fyrir að þó þú upplifir niðurlægingu og kúgun kynslóð fram af kynslóð þá felst lausnin ekki í vopnaðri baráttu. Og það þarf stöðuga baráttu fyrir friði því það er ekki sjálfgefið að fólk velji leið friðarins undir kúgun. Það sem styrkir friðsamlega baráttu Palestínuþjóðarinnar er vitneskjan um hauka í horni í alþjóðasamfélaginu. Að vita að þú stendur ekki ein, hvort sem er manneskjan eða heil þjóð. Að fleiri sjá okið og kúgunina og eru til í að berjast með þér. Það er því lóð á vogarskálar friðar að beita sér gegn kúgun og misrétti hvort sem er heima eða heiman.

Og það er verk að vinna hér í okkar samfélagi. Mótmæli víða um lönd færa okkur heim sanninn um að aukið misrétti ógnar friði og það er í raun stórhættulegt að vinna gegn jöfnuði. Hugmyndin um að við eigum að fagna og samgleðjast þeim ofurríku og passa okkur að vera ekki afbrýðisöm lést í hruninu en sumir hafa ekki frétt af andlátinu. Þegar einn maður græðir á einu ári það sem tekur verkafólk margar starfsævir að vinna sér inn er bara réttlátt og sanngjarnt að vera reið, efast um dómgreind ráðamanna og krefjast aukins jöfnuðar. Því ef þeirri sanngjörnu kröfu er ekki mætt er ekki aðeins heill einstaklinganna í hættu heldur samfélagsins alls. Það býr til vantraust og þá vissu að þú búir við ranglæti og óöryggi. Við þurfum að breyta en við skulum líka vera viss um hvernig við ætlum að breyta og hvað þarf að taka við. Ef við stefnum ekki í sömu átt jöfnuðar og lýðræðis er hætt við að öfl sem nærast á óvissu og reiði nái undirtökunum. Öfl sem við sjáum víða um veröld og eru tilbúin til að ala á útlendingaandúð og kvenfyrirlitningu. Öfl sem gæta aðeins að frelsi fárra en ekki fjöldans sem búa til óöryggi.

Að búa ekki við öryggi er að búa við ófrið og það getur verið jafn skelfileg staða fyrir fólk að búa við stríðsástand eins og að þurfa að óttast öryggi af hálfu heimilismanna. Það er eitt af því sem baráttan fyrir kvenfrelsi hefur kennt okkur; að öryggi snýst ekki bara um heimspólitíkina heldur ekki síst um öryggi í nærumhverfinu, á heimilinu og á vinnumarkaðnum. Og það eru svipaðir kraftar á ferð sem skapa ófrið landa á milli og einstaklinga á milli. Að styrkja eigin stöðu, að búa til óöryggi og óvissu og taka til sín völd í kaótísku ástandi. Það er gömul aðferð og ný þegar styrkja á eigin völd að etja saman ólíkum hópum og jafnvel þjóðum. Þess vegna verður mælikvarðinn á að við séum á réttri leið í átt að jöfnuði og friði alltaf hvort hagsmuna allra sé gætt. Hvort lýðræðið sé eflt í leiðinni og hvort lífsgæði fjöldans sé tekin fram yfir hagsmuni fárra. Sem betur fer eru svo miklu fleiri sem hugsa þannig en ekki og um leið og válynd veður eru í lofti fara hreyfingar sem vilja frið og sanngirni vaxandi líka. Virðing fyrir umhverfi okkar og vissa um að jöfnuður sé eina leiðin fram á við verður sterkara stef með hverjum deginum og það er fullt tilefni til bjartsýni ef við vitum hvað ber að varast.

Kæru friðarsinnar,

Takk fyrir að sýna mér þann heiður að fá að ávarpa ykkur, ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og friðar og vona að nýtt ár beri í skauti sér jafnrétti og jöfnuð, lýðræði og frið fyrir okkur öll.

Gleðilega hátíð!

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Fréttir hafa borist af stórfelldum mótmælum í Tyrklandi og vangaveltur verið um hvort stjórnarskipta sé …

SHA_forsida_top

Enginn málsverður í maí

Enginn málsverður í maí

Rétt er að taka fram að það verður ekki fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 30. maí. …

SHA_forsida_top

Vestræn hernaðarstefna og við

Vestræn hernaðarstefna og við

Þórarinn Hjartarson, liðsmaður SHA um árabil og forystumaður Norðurlandsdeildar, flutti eftirfarandi erindi á félagsfundi MFÍK …

SHA_forsida_top

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Opinn félagsfundur MFÍK verður föstudaginn 17. maí kl. 19 í Friðarhúsi Þórarinn Hjartarson flytur erindið: …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2013

1. maí kaffi SHA 2013

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 26. apríl n.k., kvöldið fyrir kosningar, verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Systa eldar. Matseðill: * Kreólahrísgrjón …

SHA_forsida_top

Pricing Tables

Pricing Tables

This is included You even get this Yes, this too! …

SHA_forsida_top

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Taxi to the Dark Side hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2007. Hún segir …

SHA_forsida_top

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss fara ekki í frí yfir hátíðarnar. Næsti málsverður verður haldinn að kvöldi föstudagsins …

SHA_forsida_top

Blog

Blog

SHA_forsida_top

Contact Alternative

Contact Alternative

[nectar_gmap size="500" map_center_lat="52.365629" map_center_lng="4.871331" zoom="16" enable_zoom="1" map_markers="52.366441|4.868499|Our awesome location 52.363506|4.864336|Don't judge us for owning so …

SHA_forsida_top

Sidebar

Sidebar

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Quisque malesuada felis eget sapien viverra fringilla. …

SHA_forsida_top

Elements

Elements

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce velit tortor, dictum in gravida nec, …

SHA_forsida_top

About

About

SHA_forsida_top

About Me Creative

About Me Creative

A little bit about me Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Integer …