BREYTA

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9. ágúst 2013: Ágæta samkoma. Ég var 17 ára þegar ég sprengdi fyrst kjarnorkusprengju. Sprengjan hitti beint í mark og sprakk í Róm. Fleiri borgir fylgdu í kjölfarið á Ítalíu og norðar í Evrópu. Geislavirkni hamlaði framgangi á þeim svæðum sem sprengjurnar sprungu, þannig gat ég komist að með skriðdreka og gert loftárásir. Það leið ekki á löngu þar til stealth flugvélar streymdu út úr verksmiðjunum. Andstæðingarnir áttu ekki möguleika eftir það. Hver borgin á fætur annarri féll eftir endurteknar árásir úr lofti, af sjó og landi, og kjarnorkusprengjum var beitt á erfiðari skotmörk. Ég missti ekki svefn yfir því að eyða Róm en vakti örugglega eitthvað fram á nótt nokkrum sinnum til að komast aðeins lengra í einum vinsælasta tölvuleik 10. áratugarins. Það er óhætt að fullyrða að menningin okkar er lituð og jafnvel gegnsósa af stríði. Skot- og stríðsleikir eru gríðarlega vinsælir. Nýjustu skotleikirnir eru svo raunverulegir að leiknar Hollywood stríðsmyndir frá 8. áratugnum virðast tölvugerðar með lélegri grafík. Og frá kvikmyndaverum hafa í gegnum tíðina streymt myndir og sjónvarpsþættir sem styrkja og viðhalda þeirri ímynd að stríðsrekstur sé eðlilegur hluti og raunar frekar töff. Sjálfur var ég ekki á móti stríðum og herjum fyrr en fremur nýlega. Það eru innan við 10 ár. Réttlætingin var sú að menn yrðu að geta varið sig en árásarstríð voru óásættanleg. En í raun og veru var ég bara gegnsósa af menningunni. Og er það svo sem ekkert skrýtið. Stríð, kjarnorkusprengjur, stealth flugvélar og m-16 rifflar eru eðlilegur og jafnvel stór hluti af menningunni, a.m.k. menningu ungra drengja á Vesturlöndum. Flest lönd hafa heri og verja þau miklu fjármagni og mannafla í rekstur þeirra. Þetta er svið sem er umfangsmikill hluti af flestum samfélögum. Stríðsátök standa yfir um allan heim og birtast okkur í fréttum. Það þarf í raun nokkuð átak að komast á þá skoðun að stríð sé ekki eðlilegur hluti af heiminum heldur ástand sem við þurfum að losna undan. Við þurfum að vera duglegri við að setja spurningamerki við það sem við gerum, og á það við okkur hvert og eitt og okkur sem samfélag og sem hluta af samfélagi samfélaga. Við verðum að vera árvökul. Það er svo auðvelt að falla inn í strauminn og mynstrið og sjá ekki allt það sem er rangt, ósiðlegt og illa gert. Það krefst átaks að synda gegn straumnum, það er oft erfitt að breyta til og skipta um skoðun. Það getur verið erfitt að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér. En í raun ætti þessu að vera öfugt farið, það ætti að vera erfitt að skipta ekki um skoðun þegar maður stendur frammi fyrir upplýsingum sem kollvarpa eigin sannfæringu eða draga hana í efa. Ofan á það bætist svo að við erum fljót að gleyma og svolítið lengi að læra. Við höfum ekki enn dregið þann augljósa lærdóm af voðaverkunum í Hiroshima og Nagasaki að kjarnorkusprengjur ættu ekki að eiga nokkurn sess í okkar tilveru. Það sem er ekki fyrir framan nefið á okkur er fjarlægt, kemur okkur ekki svo mikið við. Vika er langur tími í stjórnmálum. Fréttir að morgni eru orðnar úreltar seinnipartinn. Það þýðir ekkert að dvelja í fortíðinni og þar fram eftir götunum. Að vissu leyti er þetta kostur því við þurfum að geta komist yfir hamfarir og áföll. Haldið áfram. En við þurfum að verða betri í því að draga lærdóm af gjörðum okkar. Miklu betri. Við þurfum að leggja okkur fram um að breyta menningunni. Það er oft talað um kynslóðaskipti og ég held að það sé mikið til í þeirri hugsun að breytingar á samfélögum verði milli kynslóða. Við þurfum að gera stríðsrekstur, hergagnaframleiðslu, kjarnorkusprengjur og ofbeldi að óeðlilegum hluta í samfélaginu. Og við þurfum að byrja á okkur sjálfum og börnunum. Þetta er og verður erfitt. Það liggur svo djúpt á þessu í menningunni. Og við þurfum að taka til hendinni, bæði heima og á opinberum vettvangi. Hvar á að draga mörkin er líka flókin og erfið spurning. Hversu langt á að ganga? Á að henda taflinu? Þarf að setja Hringadróttinssögu og Stjörnustríð í endurvinnsluna? Ég hef ekki eitt gott svar við því nákvæmlega hvar eigi að draga mörkin, en það er ekkert flókið að byrja að setja mörk. Margt er svo augljóslega til þess fallið að viðhalda og endurframleiða stríðsmenningu samtímans að öllum er það ljóst. Við þurfum að byrja á því að spyrja spurninga. Sumum kann að þykja það óþægilegt en við þurfum að bara að vinna með það, að uppgötva nýjan sannleika er hollt, gott og gaman. Við þurfum að verja tíma með börnunum okkar og unglingum, leika við þau en ekki láta þau afskipt í myrkvuðum herbergjum að tortíma eða hertaka heiminn. Úrvalið af skemmtilegum og uppbyggilegum hlutum til að gera í tómstundum er gríðarlegt. Okkur fjölskyldunni þykir gaman að spila hlutverkaspil og borðspil og eigum ekki leikjatölvu. Við finnum alveg fyrir því að tíminn er af skornum skammti en það er margt hægt þrátt fyrir það. Sprengjurnar sem féllu á Hiroshima og Nagasaki eru minnisvarðar um hversu hræðileg við mennirnir getum verið. En þær eru líka minnisvarðar um að stríð var og er hluti okkar siðmenningar. Kjarnorkusprengjur eru ekki hluti af fortíðinni heldur samtímanum. Wikipedia segir mér að á þessari stundu séu 4300 kjarnorkusprengjur tilbúnar til notkunar í stríði. Samtals séu yfir 17000 sprengjur til. Við erum fljót að gleyma og lengi að læra. En þessi samkoma (kertafleyting við Tjörnina 9. ágúst 2013) er til marks um að það séu a.m.k. einhverjir sem muni og hún ber með sér von um að á endanum takist okkur að draga þann lærdóm sem við okkur blasir. Það þýðir ekki að láta sem svo að af kjarnorkusprengum stafi engin hætta eða að þær komi okkur ekki við því þær séu ekki hér á landi. Við verðum að vera gagnrýnni en svo. Við búum ekki í landi sem framleiðir kjarnorkuvopn, sem betur fer. Við erum afar heppin að hafa ekki einu sinni yfir her að ráða. En við erum hluti af hernaðarbandalagi sem er aðili að stríðsrekstri víða um heim. Því er hægt að breyta. Og sem betur fer er þónokkur hópur fólks sem heldur þeirri kröfu á lofti. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Sömuleiðis er ég afar þakklátur fyrir það starf sem friðarhreyfingin á Íslandi hefur unnið og hvern þann sem leggur sitt af mörkum í hvaða mynd sem er til þess færa okkur nær því að útrýma kjarnorkuvopnum og koma á friði. Ég vil þakka fyrir þann heiður að fá að tala hér í kvöld og vera með ykkur. Aldrei aftur Hiroshima, aldrei aftur Nagasaki.

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA verður haldinn sunnudaginn 2. desember nk. í Friðarhúsi. Skipuð hefur verið uppstillingarnefnd sem …

SHA_forsida_top

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu …

SHA_forsida_top

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og …

SHA_forsida_top

Carl Sagan

Carl Sagan

SHA_forsida_top

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

eftir Þórarin Hjartarson Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september. Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna þotudrauma

Ályktun vegna þotudrauma

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vekur athygli á nýlegum fréttum af hollenska fyrirtækinu ECA Programs, sem virðast …

SHA_forsida_top

Merkiskona fellur frá

Merkiskona fellur frá

Systir Anne Montgomery, einhver kunnasta baráttukona bandarískrar friðarhreyfingar, lést á dögunum. Hún tók virkan þátt …

SHA_forsida_top

Heræfingar nyrðra

Heræfingar nyrðra

Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa …

SHA_forsida_top

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga við kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík 9.ágúst 2012. Kertafleyting friðarsinna á …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki …